Fasteignaleitin
Skráð 12. sept. 2025
Deila eign
Deila

Naustabryggja 12

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
182.9 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
600.875 kr./m2
Fasteignamat
105.000.000 kr.
Brunabótamat
101.050.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2002
Þvottahús
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2261759
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+málmur
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar lagnir
Raflagnir
Upphaflegar raflagnir.
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Upphaflegir gluggar
Þak
Upphafleg þak
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar suðursvalir
Lóð
4,77
Upphitun
Ofnalagnir
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Opnanleg fög innan íbúðar þarfnast viðgerðar. 
Domusnova fasteignasala  og Sölvi Sævarsson lgf, kynna í sölu: Bjarta og vel skipulagða 5-6 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílageymslu við Naustabryggju 12 við bryggjuhverfi Grafarvogs. Stórar stofur og tvö baðherbergi. Mikil og glæsileg lofthæð, tvennar svalir og stór útbyggður gluggi á alrými á neðri hæð sem gefur góða birtu inn í alrýmið.

Íbúðin er í heild skráð 182,9 m² skv. Þjóðskrá Hms, þar af er 3,3 m² geymsla inn af bílageymslu.
Einnig er rúmgott stæði í bílageymslu með góðu aðgengi og hleðslustöð við bílastæði.
Fasteignamat ársins 2026 er kr. 113.550.000 kr.


Á neðri hæð er anddyri, baðherbergi, þvottahús, tvö svefnherbergi, gott alrými sem er stórt eldhús og stórt stofurými með hurð út á suðursvalir með útsýni í suðaustur. Veglegur steyptur stigi er upp á efri hæð sem skiptist í: Gott stórt sjónvarpshol, baðherbergi með geymslulofti, hjónaherbergi með fataherbergi og barnaherbergi. Mikil lofthæð er á efri hæðinni og hurð út á suðursvalir í enda sjónvarpshols þar sem bætta mætti við einu svefnherbergi. 

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Lýsing eignar.
Neðri hæð.
Anddyri – Fataskápur með rennihurðum og dökkar flísar á gólfi við anddyri og inn herbergisgang.
Baðherbergi – Veggir eru flísalagðir ljósum flísum við baðkar og svörtum flísum á veggjum við innréttingu, gólfflísar eru einnig svartar. Plássmikil eikarinnrétting með stórum spegli ofan við handlaug, upphengt salerni og baðkar með sturtuaðstöðu og glerþili við baðkar. Handklæðaofn á baðherbergi.
Þvottahús – Við hlið baðherbergis á herbergisgangi. Hvít ágætlega stór innrétting með rými fyrir þvottavél og þurkara í góðri vinnuhæð. Dökkar flísar á gólfi. Hurð inn á þvottahús er gölluð  of stór fyrir karminn og þarf að skipta um hana.
Svefnerbergi 1 – Innst á herbergisgangi með stórum hornglugga sem nær að gólfi. Hvítur fataskápur og eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi 2 – Innarlega á gangi á hægir hönd með gólfsíðum glugga, hvítum fataskáp og eikarparketi á gólfi.
Eldhús – Stór hvít háglans eldhúsinnrétting með góðri breiðri eyju þar sem er gott vinnupláss, helluborð, vaskur og gott pláss að sitja við eyju. Háfur ofan við eyju, tvöfaldur ísskápur sem fylgir, ofn og pláss fyrir uppþvottavél sem getur mögulega fylgt með. Búrskápar og gott skápapláss í eldhúsinnréttingu. Dökkar flísar á gólfi í eldhúsi og við eyju.
Alrými Stofa/ borðstofa – Stórt stofurými og gott útsýni í austur úr borðstofurými. Stofa er með góðri lofthæð og opi upp á milli hæða. Stórir bjartir gluggar og hurð út á suðursvalir. Fallegt útsýni úr stofu í suðaustur. Dökkar flísar og parket á gólfi alrýmis.  Steyptur flísalagður stigi upp á efri hæð hússins með vegglýsingu.

Efri hæð.
Sjónvarpshol -  Sjónvarpshol er bjart og stórt með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu í lofti. Eikarparket á gólfi. Útgengt er úr holi á suðuaustur svalir. Dökkar gólfflísar framan við svalir. Möguleiki væri að bæta við fimmta svefnherberginu þar sem farið er út á svalir.
Baðherbergi – Flísalagt í hólf og gólf, sturturými með flísalögðum botni og innfelldum blöndunartækjum, upphengt innfellt salerni, eikarinnrétting með handlaug ofan á borði og speglaskáp ofan við innréttingu, gólfhiti og handklæðaofn á baði. Lúga í lofti af baði upp á geymsluloft.
Svefnherbergi 3 – Mjög stórt rúmgott hjónaherbergi með mikilli lofthæð, innfelldri lýsingu í lofti, fataherbergi og parket á gólfi.
Svefnherbergi 4 -  Gluggar á tvær hliðar, fataskápur með rennihurð og eikarparket t á gólfi.
Innréttingar og gólfefni: Eldhúsinnrétting og fataskápar eru hvítar að lit, innrétttingar á baðherbergjum eru úr eik með svörtum borðplötum. Innihurðar eru hvítar yfirfelldar. Eikarparket á gólfum herbergja og alrýmis að hluta, dökkar flísar á hluta alrýmis stiga og á votrýmum.

Sameign: Sér geymsla inn af bílaeymslu í sameign. Hjólageymsla í sameign. 
Bílastæði í bílageymslu með góðu aðgengi og búið að setja upp hleðslustöð við bílastæði.

Eignin er 99,4 m2 íbúð, eining 0302 á 3.hæð, 79,0 m2 íbúðarhluti á 4.hæð, eining 0402 og 4,5 m2 geymsla, eining 0009 í kjallara.
Eigninni fylgir bílastæði B004 í bílageymslu.

Hússjóður: Alls 57.534.- þar af hiti 14.146.- Húseigendatrygging 7.700.- Almenn húsgjöld 12.167.- Bílageymsla 3.646.- Framkvæmdasjóður 19.875.
Fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum húsfélags. Á aðalfundi 2025 var lagt fram eitt tilboð í viðgerðir á gluggum og endurnýjun glerja. Ákveðið var að stjórn mun boða til annars fundar þegar borist hafa fleiri tilboð í verkið. Umræðu og ákvörðun um viðgerð á leka á grundvelli skoðunarskýrslu var frestað fram að næsta aðalfundi þar sem fyrri viðgerðir virðast hafa náð að stöðva leka. Önnur mál til skoðunar stjórnar eru uppsetning á snjóvörnum, kanna hver beri kostnað á innanhúsviðgerðum eftir leka utanfrá og kanna með aðkomu trygginga að öðru lekamáli. Sjá nánar aðalfundargerð 06.03.2025 Úttekt hefur farið fram á ástandi hússins: Ástandsskoðun Fasteignaskoðunar.is, 2024

Nánasta umhverfi:
Staðsetning eignarinnar er á góðum stað við opið leiksvæði innan hverfisins. Stutt í leikskóla og skóla í Hamrahverfi Grafarvogs. Góðar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu sbr gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/06/2024101.800.000 kr.32.198.000 kr.182.9 m2176.041 kr.Nei
23/10/201749.400.000 kr.60.000.000 kr.182.9 m2328.048 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2002
Fasteignanúmer
2261759
Byggingarefni
St+málmur
Númer hæðar
B0
Númer eignar
5
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.200.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hraunbær 57
Bílskúr
Skoða eignina Hraunbær 57
Hraunbær 57
110 Reykjavík
166.8 m2
Parhús
614
707 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Fiskakvísl 3
Bílskúr
Skoða eignina Fiskakvísl 3
Fiskakvísl 3
110 Reykjavík
171 m2
Fjölbýlishús
413
684 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Skoða eignina Kólguvað 3
IMG_3350.JPG
Skoða eignina Kólguvað 3
Kólguvað 3
110 Reykjavík
127.5 m2
Fjölbýlishús
413
807 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 49
Bílskúr
Skoða eignina Hraunbær 49
Hraunbær 49
110 Reykjavík
164.4 m2
Raðhús
614
632 þ.kr./m2
103.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin