BYR fasteignasala kynnir í einkasölu STRANDGATA 64 - BERGEN ÍBÚÐ 102, 735 Eskifjörður. Fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum miðsvæðis við sjávarsíðuna á Eskifirði, timburverönd á neðri hæð, svalir á efri hæð, útsýni yfir fjörðin og Hólmatind. Smellið hér fyrir staðsetningu. Eignin skiptist í neðri hæð 56.1 m², efri hæð 51.9m² og geymslu 8.3 m², samtals 116.3 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar;
Neðri hæð: Anddyri, eldhús, herbergi, baðherbergi, gangur og stigi. Sér geymsla í sameign.
Efri hæð: Stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi.
Nánari lýsing;Neðri hæð: Anddyri, flísar á gólfi.
Eldhús, AEG helluborð og ofn, tvöfaldur stálvaskur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp í innréttingu (AEG uppþvottavél og Samsung ísskápur geta mögulega fylgt).
Borðkrókur er við eldhús, barborð er við borðkrók, pláss fyrir tvo stóla.
Gangur og stigi, parket á gólfi.
Herbergi I, fataskápur með tvöfaldri rennihurð.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, salerni og sturta, gluggi. Þvottaaðstaða er á baðherbergi, pláss fyrir tvær vélar.
Gólfefni: Parket á eldhúsi, herbergi og gangi/stiga. Flísar á anddyri og baðherbergi.
Efri hæð:Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými, þaðan er útgengt út á svalir með útsýni yfir Eskifjörð og Hólmatind.
Herbergi II, þakgluggi.
Herbergi III, þakgluggi.
Gólfefni: Parket á öllum rýmum.
Strandgata 64 er tveggja hæða steinhús (á hluta hússins eru þrjár hæðir og er þriðja hæðin úr timbri), „hálfvalmaþak" klætt járni, timburgluggar og hurðar.
Húsið var upprunalega byggt á árunum 1960-1968 en var endurgert/endurbyggt árið 2006-2007 og þá breytt í íbúðir.
Sér inngangur er íbúðina, sjávarmegin, steypt stétt liggur að inngangi, timburverönd með skjólgirðingu er við inngang, þar er heitur rafmagnspottur (getur mögulega fylgt).
Í sameign á 1. hæð er sameiginleg geymsla/inntaksrými.
Malbikuð stæði við húsið eru í sameign. Bílskúrsréttur er á lóð.
Húsfélag er starfrækt í eigninni. Sér geymsla er í sameignarrými sem er með sérinngangi.
Lóð er sameiginleg 1200.0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 229-7097.Stærð: 01.0102 Íbúð 56.1 m². 01.0108 Geymsla 8.3 m². 01.0202 Íbúð 51.9 m². 01.0209 Svalir 8.3 m². Samtals 116.3 m².
Brunabótamat: 48.800.000 kr.
Fasteignamat: 25.550.000 kr
Byggingarár: 1960.