Gimli fasteignasala, Halla Unnur Helgadóttir og Elín Rósa Guðlaugsdóttir kynna: Álakvísl 5, 110 Reykjavík. Falleg og mikið endurnýjuð 74 fm 2ja herbergja endaíbúð á jarðhæð, með sérinngangi og nýl. aflokuðum sólpalli. Með eigninni fylgir sérmerkt einkabílastæði. Eldhússinnrétting og tæki, gólfefni í íbúðinni (annað en flísar) og allar innihurðir hafa verið endurnýjuð. Búið að skipta um gler í norður og vestur gluggum, hljóðvistargler.
Eignin Álakvísl 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 204-3534, birt stærð 74.0 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-03, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Bókið skoðun hjá Halla Unnur Helgadóttir í síma 6594044, eða halla@gimli.is og/eða Elín Rósa Guðlaugsdóttir í síma 7737126, eða elinrosa@gimli.is
NÁNARI LÝSING:Forstofa: Gengið er inn um sérinngang inn í forstofu með flísalögðu gólfi og stórum fataskáp.
Eldhús: er rúmgott, með grárri sprautulakkaðri innréttingu í U, með efri skápum á einum vegg og glugga. Fallegar hvítar flísar eru á vegg fyrir ofan neðri skápana. Hangandi háfur/gufugleypir, bakaraofn í vinnuhæð, hvítur sveitavaskur og spanhelluborð. Opið er yfir í borðstofu og stofu frá eldhúsinu.
Stofa/borðstofa: í opnu rými tengt eldhússrými. Útg. er frá stofunni út á sér, afgirtan, sólpall, 35-40 fm stór.
Baðherbergi: Baðherbergið er endurnýjað að hluta. Vaskur í hvítri innréttingur. Baðkar er með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél/ þurrkara og vinnuborð, skápur á vegg við hlið vinnuborðsins og þurrksnúrur.
Svefnherbergi: sérlega rúmgott herbergi með innfelldum fataskáp.
Geymsla/lítið herbergi: Við hlið forstofu er geymsla með góðum opnanlegum glugga, í dag nýtt sem skrifstofa.
Á öllum gólfum öðrum en að framan greinir er fallegt eikarharðparket.
Viðhaldssaga:
Árið 2018 var þak málað.
Árið 2020 fóru fram múrviðgerðir á húsinu og steypa máluð.
Parket var endurnýjað árið 2017, nýjar hurðir og hurðakarmar í öll rými innandyra, eldhússinnréttin og tækji.
Árið 2019 var sett hljóðvistargler í glugga og útidyrahurð á norður- og vesturhlið íbúðar.
Niðurlag: Mikið endurnýjuð eign, sérinngangur og afgirtur sólpallur. Frábær fyrstu kaup.Nánari upplýsingar veitir: Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 6594044, tölvupóstur halla@gimli.is eða Elín Rósa Guðlaugsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 7737126, eða elinrosa@gimli.is
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá
Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isGimli gerir betur...
Heimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
Myndir í auglýsingu eru í einkaeigu og er notkun þeirra með öllu óheimil án formlegs leyfis fasteignasala