LIND fasteignasala kynnir einstaklega fallega fjögurra herbergja 114,6 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi við Baugakór 11 í Kópavogi ásamt stæði í bílakjallara. Fjölskylduvænt hverfi og er eignin vel staðsett, en m.a. er Krónan, leikskóli og skóli í göngufæri.
Eignin er laus til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning.
Íbúðin er skráð 114,6 fm skv. HMS, þar af 7,4 fm geymsla í kjallara. Glæsilegt eldhús sem nýlega var endurnýjað að mestu með marmara steini á borði og á eyju. Opið og bjart alrými með útsýni, þvottahús innan íbúðar og rúmgóðar svalir sem snúa til suðvesturs. Rafhleðslustöð í bílageymslu og næg stæði eru fyrir framan húsið.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 82.950.000 kr.
Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, samliggjandi borðstofu/stofu, þrjú svefnherbergi (eitt þeirra úr hluta af stofu), baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi, rúmgóður skápur.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð og björt með stórum gluggum, parket á gólfi, útgengt á svalir.
Eldhús: Flísar á gólfi, hvít innrétting með góðu skápaplássi og marmara borðplötu, eyja úr marmara með span helluborði, tveir ofnar, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Baðherbergi: Rúmgott, flísar á gólfi og veggjum, hvít nýleg innrétting, baðkar, sturtuklefi, upphengt salerni.
Svefnherbergi I: Parket á gólfi, rúmgóður skápur.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi, skápur.
Svefnherbergi III: Nýlega bætt við, en auðvelt er að fjarlægja vegginn og opna rýmið aftur.
Þvottahús: Flísar á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, þvottasnúrur og hillur.
Geymsla: 7,4 fm í kjallara, auk vagna- og hjólageymsla í sameign.
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Sýn. Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.