SAMÞYKKT HEFUR VERIÐ TILBOÐ Í EIGINA MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVARA
Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu KAMBAHRAUN 36, 810 Hveragerði.
Um er að ræða tölvert endurnýjað einbýlishús sem breytt hefur verið í tvær íbúðir, auk bílskúrs, svo möguleiki er á góðum leigutekjum.
Eignin er skráð sem 134,4 m² hús og 45,5 m² bílskúr, samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Eignin telur í dag eina íbúð með anddyri, baðherbergi, gestasnyrting, eldhúsi, stofu og fjögur svefnherbergi. Önnur ibúð er stúdíóíbúð þar sem er forstofa, alrými er með eldhúsi, stofu og svefnrými, baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél.
Bílskúr er tvöfaldur að stærð, rúmgott malarplan, gróin lóð.
** ÁÆTLAÐ FASTEIGNAMAT 2026 ER KR. 92.200.000 **
Sjá staðsetningu hér.
Nánari lýsing:
Stærri íbúð hússins:
Forstofa með flísum á gólfi.
Gestasnyrting með aðstöðu fyrir þvottavél.
Eldhús með filmaðri innréttingu og nýlegri borðplötu. Borðkrókur, eldavél, gert ráð fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
Stofa sem áður voru tvö herbergi. Parket á gólfi.
Þrjú svefnherbergi, tvö með fataskápum, öll með parketi á gólfi.
Baðherbergi uppgert. Upphengt wc, handlaug, walk-in sturta, handklæðaofn. Flísar á gólfi og upp með sturtu.
Stúdíóíbúð er í austurenda hússins sem í er:
Forstofa með flísum á gólfi.
Baðherbergi með walk-in sturtu, upphengt wc, handlaug, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og upp með sturtu.
Alrými með eldhúsinnréttingu, ofn og helluborð, stofu þar arinn er til staðar, svefnaðstöðu og gluggum á tvo vegu.
Bílskúr er tvöfaldur, 45,5 m² og með inngönguhurð á hlið.
Malarplan og gróin 750 m²
lóð.
Aðrar eignir sem við seljum má sjá
hér.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.