Domusnova Ingunn Björg og Agnar Agnarsson kynna fallega og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Gullsmára 9, Kópavogi.
Samkvæmt HMS er íbúðin skráð 61.6 fm2 ásamt sér geymslu í kjallara og sameiginlegri hjóla og vagnageymslu. Innangengt er í félagsmiðstöðina Gullsmára á jarðhæð hússins sem rekin er af félagi eldri borgara í Kópavogi. Þar er boðið er upp á ýmsa þjónustu s.s. hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu og margskonar félagsstarf ásamt matsal þar sem hægt er kaupa heita máltíð í hádeginu. Á efstu hæð er rúmgóður samkomusalur sem mögulegt er að leigja gegn vægu gjaldi. Sameiginlegur snyrtilegur garður. Frábær staðsetning þar sem örstutt er í Smáralind, heilsugæslu, sundlaugar o.fl. Góð og vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað í Smárahverfi Kópavogs í nálægð við fjölbreytta þjónustu.Nánari Lýsing eignar:Forstofa: Með fataskáp.
Eldhús: Í opnu rými með stofu, fínn borðkrókur, eikarinnrétting með tengi fyrir uppþvottavél. Inn af eldhúsi er búr.
Stofa: Björt stofa í opnu rými með eldhúsi með gluggum á tvo vegu, gengið er út á yfirbyggðar svalir úr stofu.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með góðu skápaplássi.
Baðherbergi: Rúmgóð innrétting með tengi fyrir þvottavél. Veggir flísalagðir, dúkur á gólfi, sturta.
Nýlegt vinil parket er í öllum rýmum fyrir utan baðherbergi. Mynddyrasími er íbúðinni. Dánarbú í opinberum skiptum er seljandi eignarinnar og þekkir skiptastjóri ekki ástand hennar og ábyrgist enga kosti hennar. Nánari upplýsingar veita:Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.