Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2025
Deila eign
Deila

Gullsmári 9

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
61.6 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
972.403 kr./m2
Fasteignamat
52.700.000 kr.
Brunabótamat
35.400.000 kr.
Mynd af Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1996
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2223821
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
13
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
4
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Yfirbyggðar svalir
Lóð
0,61
Upphitun
Danfoss sameiginlegur
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Á aðalfundi 2025 var samþykkt einróma að fara í endurbætur á sorpgeymslu. Einnig var stjórn falið það verk að fá tilboð í lagfæringar á hitaveitugrind, skipta um loka o.fl. sjá nánar aðalfundargerð 23.01.2025 Á húsfundi 2025 var samþykkt tilboð frá Vélar og Verkfæri í raflása. Einnig var samþykkt tilboð í lagfæringu á inntaksgrind sem og ofnum í íbúðum og sameign. Sjá nánar húsfundargerð 02.04.2025
Domusnova Ingunn Björg og Agnar Agnarsson kynna fallega og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Gullsmára 9, Kópavogi.
Samkvæmt HMS er íbúðin skráð 61.6 fm2 ásamt sér geymslu í kjallara og sameiginlegri hjóla og vagnageymslu. 


Innangengt er í  félagsmiðstöðina Gullsmára á jarðhæð hússins sem rekin er af félagi eldri borgara í Kópavogi. Þar er boðið er upp á ýmsa þjónustu s.s. hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu og margskonar félagsstarf ásamt matsal þar sem hægt er kaupa heita máltíð í hádeginu. Á efstu hæð er rúmgóður samkomusalur sem mögulegt er að leigja gegn vægu gjaldi. Sameiginlegur snyrtilegur garður. 

Frábær staðsetning þar sem örstutt er í Smáralind, heilsugæslu, sundlaugar o.fl. 

Góð og vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað í Smárahverfi Kópavogs í nálægð við fjölbreytta þjónustu.

Nánari Lýsing eignar:
Forstofa: Með fataskáp. 
Eldhús: Í opnu rými með stofu, fínn borðkrókur, eikarinnrétting með tengi fyrir uppþvottavél. Inn af eldhúsi er búr.
Stofa: Björt stofa í opnu rými með eldhúsi með gluggum á tvo vegu, gengið er út á yfirbyggðar svalir úr stofu.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með góðu skápaplássi. 
Baðherbergi: Rúmgóð innrétting með tengi fyrir þvottavél.  Veggir flísalagðir, dúkur á gólfi, sturta. 

Nýlegt vinil parket er í öllum rýmum fyrir utan baðherbergi. Mynddyrasími er íbúðinni. 

Dánarbú í opinberum skiptum er seljandi eignarinnar og þekkir skiptastjóri ekki ástand hennar og ábyrgist enga kosti hennar. 


Nánari upplýsingar veita:
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hamraborg 28
Skoða eignina Hamraborg 28
Hamraborg 28
200 Kópavogur
77.2 m2
Fjölbýlishús
312
776 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Furugrund 24
Skoða eignina Furugrund 24
Furugrund 24
200 Kópavogur
73.1 m2
Fjölbýlishús
312
855 þ.kr./m2
62.500.000 kr.
Skoða eignina Hlíðarhjalli 18
Hlíðarhjalli 18
200 Kópavogur
65.7 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
211
881 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina Ásakór 6
Skoða eignina Ásakór 6
Ásakór 6
203 Kópavogur
63.1 m2
Fjölbýlishús
211
943 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin