Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu: Lyngás 1e, Garðabæ.
Fallega og bjarta 4ra herbergja 98,5 fm íbúð á annarri hæð í nýlegu lyftuhús ásamt stæði í lokaðri bílageymslu.
Samkvæmt skráningu er birt stærð 98,5 fm og þar af er íbúðin skráð 90,2 fm og sérgeymsla í sameign sem er skráð 8,3 fm.
Gengið er inn í íbúðina af svölum sem lokaðar eru með gleri, aðkoma úr lokuðu stigahúsi. Aðgengi að geymslu og bílastæði er úr stigahúsi.
Samkvæmt teikningu skiptist eignin í forstofu, eldhús/stofu/borðstofu í sameiginlegu rými með útgengt út á svalir, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, geymsla og stæði í bílageymslu.
Laus við kaupsamning.
Fasteignamat 2026 verður kr. 79.800.000.-
Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til elin@gimli.is
NÁNARI LÝSING:
Forstofa: með harðparketi og forstofuskáp.
Eldhús: með ljósri innréttingu og góðu skápa og borðplássi, innbyggðum ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa/borðstofa: í samliggjandi rými við eldhús. Útgengi á svalir.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum. Innrétting með vask í borði og góðu skápaplássi, sturtu, handklæðaofn og upphengdu wc. Innrétting með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: harðparket á gólfi og með rúmgóðum skápum.
Svefnherbergi 2#: harðparket á gólfi og skápur
Svefnherbergi 3#: harðparket á gólfi og skápur.
Geymsla: sérgeymsla í sameign
Stæði í bílageymslu
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Stór sameiginlegur garður með leiktækjum fyrir börn og góðum göngustígum.
Vel staðsett eign í vinsælu og góðu hverfi í Garðabæ. Stutt í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla, íþróttastarf, sundlaug, matvöruverslanir ofl.
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.