Fasteignaleitin
Skráð 25. apríl 2025
Deila eign
Deila

Krummahólar 4

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
113.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
573.322 kr./m2
Fasteignamat
60.800.000 kr.
Brunabótamat
54.450.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Fasteignasali
Byggt 1975
Þvottahús
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2049409
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+málmur
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
8
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Endurnýjað að hluta - (2021)
Frárennslislagnir
Upprunalegar - Hreinsun og fóðrun á skólplögnum (2022)
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta - (2021)
Þak
Endurnýjað að hluta - Járn og pappi (2010/2011)
Svalir
Svalir orðnar hluti af íbúð - yfirbyggðar, upphitaðar og einangraðar.
Lóð
3,05
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Yfirstandandi: Lokafrágangur vegna framkvæmda á suður og austurhlið áætlaður í sumar (2025) - Lyftuskipti maí 2025, en búið er að rukka fyrir þær framkvæmdir
Væntanlegar: Rætt hefur verið um framkvæmdir á norður og vesturhlið í samræmi við suður og austurhlið.
Fasteignasalan TORG og Aðalsteinn Bjarnason lgf. kynna í sölu afar rúmgóða og nokkuð endurnýjaða 4ra herbergja íbúð á 2. hæð við Krummahóla 4 í Reykjavík. Eignin telur 3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými ásamt svalarými sem hefur verið innlimað í íbúð og er ekki skráð í heildarfermetra íbúðar. Íbúðin er skráð skv. HMS alls 113,2 m2 þar af 4,7 m2 geymsla inn af sameign í kjallara. Húsið sjálf hefur hlotið gott viðhald í gegn um tíðina og húsfélagið í góðum rekstri. Stutt er í alla helstu þjónustu í nærumhverfinu. Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn lgf. í síma 773-3532 eða adalsteinn@fstorg.is

*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***


Nánari lýsing og skipting eignarhluta:
Forstofu hol:
Komið er inn í afar rúmgott hol með stórum skáp og flísum á gólfi.
Stofa: Afar rúmgóð stofa sem rúmar auðveldlega borðstofu með parket á gólfi.
Svalarými: Svalarými hefur verið innlimað í íbúð með yfirbyggingu og stórum gluggum. Einangrað og upphitað c.a. 9 mrými sem er ekki skráð inn í heildarstærð eignar.
Eldhús: Eldhús er opið í báða enda með innréttingu og tækjum sem var endunýjað fyrir c.a. 10 árum með ljósri innréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa, ásamt grárri borðplötu og lýsingu undir skápum. Keramikhelluborð og uppþvottavél fylgir með.
Baðherbergi: Hefur verið uppgert af fyrri eiganda og flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni og sturtuklefi er á baðherberginu ásamt handklæðaofni. Dökk innrétting með ljósri borðplötu og ásettum fallegum vaski og góður spegill með lýsingu. Gluggi er einnig á baðherberginu.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fallegum skáp og parketi á gólfi.
Barnaherbergi #1: Stærra barnaherbergið er rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Barnaherbergi #2: Minna herbergið er með parketi á gólfi.
Þvottaherbergi: Sameiginlegt þvottaherbergi er á sömu hæð með 4 öðrum íbúðum (sömu hæðar) er inn af sameignargangi. Sér tengi fyrir hverja íbúð.
Geymsla: Sérgeymsla íbúðar er í geymslugangi í kjallara.
Svalir: Sameiginlegar svalir íbúða 2. hæðar er á norðurhlið og hefur verið nýtt til að grilla.

Húsfélag: Húsið hefur fengið almennt gott viðhald í gegnum tíðina og töluvert til í framkvæmdasjóð. Einnig á húsfélagið litla íbúð sem er leigð út og er leiga nýtt til framkvæmda og reksturs húsfélags. Þrifþjónusta er fyrir sameign og hiti í bílaplani og upp að húsi. Mynddyrasími er í húsinu og Securitas myndavélakerfi á bílaplani og í sameign á jarðhæð.

Nærumhverfið: Hólabrekkuskóli er hverfisskólinn og er hann steinsnar frá. Í hverfinu eru 3 leikskólar, (Hólaborg, Hraunborg og Suðurborg). Stutt er í alla þjónustu s.s verslun, bókasafn, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Breiðholtslaug, World Class,  íþróttasvæði Leiknis,  Gerðuberg menningarmiðstöð. Í Hólagarði er Bónus og einnig fleiri verslanir.

Að sögn eigenda hafa eftirtaldar framkvæmdir verið unnar á undanförnum árum :
2010/2011 - Þakjárn og pappi endurnýjað
2013/2014 - Ný innrétting og eldunartæki sett í eldhúsi
2013/2014 - Baðherbergi endurnýjað með innréttingu, tækjum, sturtu og flísum.
2021 - Álklæðning sett á suður og austurhlið hússins
2021 - Allir gluggar gler og opnanleg fög sunnan og austanmegin endurnýjuð
2021 - Skipt um ofna, dósir og tengla í sameign og nýlegur myndavéladyrasími.
2021 - Lofstokkar þrifnir hjá öllum
2022 - Hreinsun og fóðrun á skólplögnum
2023 - Nýtt "master" lyklakerfi sett upp í blokkinni.
2024 - Nýjir miðstöðvarofnar settir í svefnherbergi íbúðar
2024 - Eitrað var fyrir silfurskottum í öllum íbúðum og geymslum í desember.
2025 - Ný lyfta verður sett upp í vor og greiða seljendur þann kostnað.

*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***

Allar nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali / s.773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali / s.856-5858 / margret@fstorg.is

*** SMELLTU HÉR FYRIR FRÍTT VERÐMAT OG SÖLURÁÐGJÖF ***

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/01/201420.050.000 kr.22.450.000 kr.113.2 m2198.321 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparfell 8
Bílskúr
Opið hús:05. maí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Asparfell 8
Asparfell 8
111 Reykjavík
102.5 m2
Fjölbýlishús
312
631 þ.kr./m2
64.700.000 kr.
Skoða eignina Unufell 50
Skoða eignina Unufell 50
Unufell 50
111 Reykjavík
97 m2
Fjölbýlishús
423
638 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Spóahólar 14
3D Sýn
Bílskúr
Opið hús:05. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Spóahólar 14
Spóahólar 14
111 Reykjavík
99.6 m2
Fjölbýlishús
312
668 þ.kr./m2
66.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturberg 96
Skoða eignina Vesturberg 96
Vesturberg 96
111 Reykjavík
105.2 m2
Fjölbýlishús
413
604 þ.kr./m2
63.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin