Vel skipulagt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr á góðum stað á Kársnesinu í Kópavogi.
** Frábær staðsetning
** Skjólsæll og gróinn suðurgarðurNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson Lgf. í síma nr775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð skv. HMS er 154,8m2, þar af bílskúr 31,9m2
Eignin skiptist í andyri, hol, eldhús, stofu/borðstofu, 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari lýsing:
Anddyri er með skáp og fatahengi. Flísum á gólfum.
Hol sem tengir saman eldhús, stofur og svefnherbergisgang. Parket á gólfum.
Stofa/borðstofa er rúmgóð með viðarpanel í loftum og útgengi á viðarverönd. Parket á gólfum.
Eldhús er með góðum borðkrók, eldri viðarinnréttingu, helluborði, viftu, bakaraofni og vaski. Parket á gólfum.
Svefnherbergi I var áður tvö svefnherbergi og hefur verið opnað á milli þeirra. Parket á gólfum.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataherbergi. Parket á gólfum.
Baðherbergi er með baðkar, hvítri innréttingu, handlaug og upphengdu salerni. Dúkur á gólfum og flísar á stórum hluta veggja.
Þvottahús er rúmgott með sturtuklefa og geymslu. Innangengt frá svefnherbergisgangi og með sérinngang fyrir framan hús.
Bílskúr er 31,9m2.
Garðurinn er gróinn og er lóðin 841m2 að stærð.
Kársnesið í Kópavogi er eitt af eftirsóttustu svæðum höfuðborgarsvæðisins – rólegt, gróið og einstaklega vel staðsett meðfram strandlengjunni. Hér sameinast fallegt umhverfi, fjölbreytt útivist, og góð þjónusta í örstuttu færi frá miðborg Reykjavíkur. Svæðið er í spennandi þróun með nýjum byggingum sem falla vel að umhverfinu. Uppbygging á svæðinu styrkir enn frekar innviði og eykur þjónustu, sem gerir hverfið aðlaðandi fyrir bæði fjölskyldur og einstaklinga sem vilja blanda saman borgarlífi og náttúru.
Á Kársnesinu er meðal annars að finna Kópavogslaug, vinsæla gönguleið meðfram sjónum, leiksvæði, skóla og leikskóla – allt innan seilingar. Þetta er hverfi sem sameinar sjarma gömlu húsanna við ferskan blæ nýrrar uppbyggingar – staður í mikilli þróun með bjarta framtíð.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.