Háborg fasteignasala kynnir til leigu glæsilegt atvinnuhúsnæði á jarðhæð í nýjum glerturni við Grensásveg 1, 108 Reykjavík. Á jarðhæð turnsins er stór og veglegur aðalinngangur frá Suðurlandsbraut. Þar eru tvö rúmgóð og björt rými sem eru sérstaklega hönnuð fyrir veitinga-, verslunar- eða þjónusturekstur. Um er að ræða fjölhæf og vel staðsett rými sem henta sérstaklega vel fyrir kaffihús, veitingarekstur, sérverslanir, heilsutengd fyrirtæki eða aðra þjónustu.
Húsnæðið er staðsett í norðurenda lóðarinnar á móti Glæsibæ og sker sig úr með glæsilegri, bogadreginni glerhönnun sem spannar sjö hæðir. Húsnæðið er hluti af nýju og metnaðarfullu verkefni þar sem lögð er áhersla á vandað efnisval og nútímalega hönnun, með góðri samþættingu íbúða og atvinnustarfsemi á svæðinu.
Fyrirkomulag og möguleikarLeigusali býður upp á sveigjanlega útfærslu innra skipulags og getur sniðið rýmin að þörfum leigutaka. Leiguverð ræðst af afhendingarstigi eignarinnar.
Staðsetningin er einstaklega hentug fyrir rekstur sem vill vera sýnilegur, miðsvæðis í borginni, þar sem mikill umgangur og góð aðkoma er að rýmunum — bæði gangandi og akandi.
Gott aðgengi og tengingarÞessi rými bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir fjölbreyttan rekstur á einum af best staðsettu gatnamótum Reykjavíkur. Aðgengi er mjög gott hvort sem er fyrir gangandi, hjólandi eða akandi vegfarendur.
Fyrsti áfangi Borgarlínunnar liggur fram hjá húsnæðinu og er fyrirhuguð stoppistöð í u.þ.b. 200 metra fjarlægð frá aðalinngangi að Suðurlandsbraut, sem styrkir enn frekar framtíðarverðmæti staðsetningarinnar.
Bílageymsla og vistvænar lausnirUndir húsinu er tveggja hæða bílakjallari með möguleika á að tryggja allt að 10 bílastæði með hverju rými, eftir samkomulagi. Í kjallaranum eru einnig rafhleðslustöðvar og rúmgóð hjólageymsla. Áætlun er um að bjóða leigjendum aðgang að deilibílum í samstarfi við þjónustuaðila.
Pantið skoðun – við sýnum með stuttum fyrirvara.Við erum sjálf til húsa á 6. hæð í sama turni og getum því brugðist hratt við fyrirspurnum og skoðunum.
Nánari upplýsingar veita:
Birkir – Sími:
867-3388 | Netfang: birkir@haborg.is
Jórunn, löggiltur fasteignasali – Sími:
845-8958 | Netfang: jorunn@haborg.is