STOFN Fasteignasala og Benedikt Ólafsson Lgf. kynna: Vandað og vel skipulagt 161,7 fm. fullbúið 4ra herbergja endaraðhús þar af 31,1 fm. rúmgóðum bílskúr með hurðaopnara og tveimur bílastæðum í nýju íbúðarhverfi við Boðavík 15, 800 Selfossi. Vönduð eign sem vert er að skoða. Öll gólfefni og hurðir frá Agli Árnasyni. Innréttingar og tæki frá Ormsson og HTH. Blöndunartæki frá Tengi.Eignin Boðavík 15 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 252-5371, birt stærð 161.7 fm., nánar tiltekið eign merkt 01-04, fastanúmer 252-5371 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. ATH: Fyrirhugað fasteignamat árið 2026 kr. 97.850.000.-*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit* - Frábær staðsetning í nýju barnvænu hverfi.
- Vandaðar innréttingar og gólfefni.
- Aukin lofthæð og innfelld lýsing.
- Baðherbergi og gestasnyrting.
- Rúmgóður bílskúr með hurðaopnara.
Pantið tíma fyrir skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, innan Félags fasteignasala síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.Eignin skiptist í:Forstofu, gestasnyrtingu, Hjónaherbergi, tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.Lýsing eignar: Forstofa: með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Gestasnyrting: með fallegri innréttingu, spegill með lýsingu, upphengt salerni og flísar á gólfi.
Stofa: er í opnu alrými með aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu, harðparket á gólfi. Frá stofu er útgengt í garð, gert er ráð fyrir verönd.
Eldhús: með glæsilegri innréttingu, miklu skápaplássi, sér tæki sem fylgja eru: lnnbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur, bakarofn í vinnuhæð. Stór eyja sem hægt er að sitja við með spanhelluborði, góð vinnuaðstaða og gott skápapláss.
Sjónvarpshol: ágætis sjónvarpsrými með harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: 14.6 ferm. rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum, harðparket á gólfi. Útgegnt frá hjónaherbergi í bakgarðinn.
Svefnherbergi 1: 12.5 fm. rúmgott með fataskáp, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi 2: 12.3 fm. rúmgott með fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi: með fallegri innréttingu, lýsing í spegli, upphengt salerni, handklæðaofn, walk in sturta með hertu gleri, flísar á gólfi.
Þvottahús: innrétting með skolvaski, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, góð vinnuaðstaða, geymslurými, gluggi og flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður 31,1 fm. bílskúr með sérinngangi og innangengt frá þvottahúsi, hliðargluggi, epoxy á gólfi og bílskúrs hurðaopnari.
Lóð/ garður: búið er að tyrfa lóðina. Gert er ráð fyrir heitum potti og verönd að framanverðu við húsið sem snýr í há suður,
Húsið er timburhús, klætt að utan með báruáli, gluggar ál/tré, vindskeiðar og undirklæðning úr málaðri furu. Gólfhiti er í húsinu steyptur í plötu, veggir og loft læddir með gips, heilspartlað og fullmálað. Harðparket á gólfum og flísar á gestasnyrtingu, baðherbergi og þvottahúsi, hurðar eru yfirfelldar hvítar hurðar. Aukin lofthæð og innfelld lýsing. Öll gólfefni og hurðir eru frá Agli Árnasyni. Innréttingar og tæki frá Ormsson og HTH. Blöndunartæki frá Tengi.
Vönduð eign sem vert er að skoða. Frágangur lóðar skal gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Tvö bílastæði eru á bílaplani fyrir hverja íbúð. 3 sorptunnuskýli fyrir hverja íbúð. Heitur pottur skal vera með læsanlegu loki til að hylja hann, sé hann ekki í notkun til varnar slysum. Einnig skal barmur potts vera a.m.k. 0,40 m. yfir göngusvæði umhverfis hann.
Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi? Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi - Setjum þig í fyrsta sætið".Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.