Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu Kelduland 8. Virkilega snyrtilegt 4 herbergja parhús í rólegu íbúðahverfi á Selfossi. Fjórða svefnherberginu hefur verið bætt við úti í bílskúr. Húsið er á einni hæð, byggt úr timbri árið 2018, klætt að utan með bárujárni og járn er á þaki. Húsið er 148,9 fm að stærð, (íbúð 109,6 fm, bílskúr 39,3 fm samtals 148,9 fm). Stór sólpallur með skjólgirðingu, heitur pottur. Grasflöt baka til en að framanverðu er steinabeð og möl í bílaplani. Virkilega fínt fjölskylduhús þar sem til greina kemur að taka ódýrari eign á Selfossi upp í.
Nánari lýsing:
Húsið telur þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu- borðstofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi og þvottahús. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi. Í bílskúr hefur verið bætt við fjórða svefnherberginu.
Eldhúsinnrétting með veggfastri eyju, mikið skápapláss þar sem gert er ráð fyrir amerískum ísskáp/frysti en uppþvottavél er innbyggð. Vönduð heimilistæki. Snyrtilegt og rúmgott baðherbergi, flísalögð sturta, baðkar, upphengt wc, skápur, innrétting og spegill. Þvottahús með vinnuborði og góðum hillum. Flísalögð forstofa með stórum fataskáp. Bílskúr þar sem ca helmingur hans hefur verið innréttaður sem fjórða svefnherbergið og úr því er gönguhurð út á baklóð.
Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu og húsið því kynt með svæðaskiptum gólfhita. Innfelld ledlýsing í alrými.
Virkilega spennandi eign á fínum stað!
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð