Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna:
Virkilega fallegt og vandað 5 herbergja parhús með innbyggðum bílskúr í byggingu. Með ótrúlega fallegu útsýni til sjávar og fjalla á eftirsóttum stað í Kópavogi.
Ath. myndir af húsinu að utan með klæðningu eru tölvuteiknaðar og einning myndir með húsgögnum að innan.
Um er að ræða staðsteypt 220,6 fm parhús með sjónsteypuveggjum að hluta til að innan og að utan, (gert er ráð fyrir að efri hæð verði klædd með dökkri blikk álklæðningu og sjónsteypa lökkuð, sem kaupandi klárar.)
Samkvæmt teikningu skiptist húsið á neðri hæð í forstofu, gang með útgönguhurð, þvottahús, 3 svefnherbergi, baðherbergi með útgönguhurð til suðurs þar sem gert verður ráð fyrir heitum potti, innbyggðum rúmgóðum bílskúr með geymslu inn af.
Á efri hæð skiptist húsið í eldhús/borðstofu í alrými þar sem gert er ráð fyrir eldhúseyju, glæsilegri rennihurð út á suður svalir með hitalögnum í svalagólfinu ásamt gönguhurð úr eldhúsi út á suðursvalir, gert er ráð fyrir svalalokun, stofu með glæsilegum hornglugga, gert er ráð fyrir arni í stofu, aðrar svalir úr holi beint á móti bráðabirgða stiga (gert er ráð fyrir fljótandi stiga á milli hæða sem kaupandi sér um að klára.)
Glæsilegur horngluggi í stofu með engum póstum á milli svo útsýnið fær að njóta sín betur.
Að innan verða veggir múrhúðaðir á plasteinangrun. Allar útihurðir og gluggar eru úr timbur/áli, hurðaop að innan eru extra há eða um 2,25 cm á hæð. Gluggar eru glerjaðir með tvöföldu K-gleri. Gert er ráð fyrir þakglugga á baðherbergi í hjónasvítunni (kaupandinn sér um að klára).
Gert er ráð fyrir skemmtilegri LED lýsingum inn í veggjum og í lofti.
Lóð skilast grófjöfnuð.
Afhending við kaupsamning.
Einnig er hægt að fá húsið fullbúið að utan.Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða
gimli@gimli.isNánari lýsing:Húsið skilast á B2, eða eins og það er í dag. Búið er að setja upp alla milliveggi á jarðhæð en á eftir að setja upp milliveggi í hjónasvítu á efri hæðinni,
Gólf verða þurrslípuð, á eftir að ganga frá í rétta hæð og rykbinda.
Gólfhiti kominn á neðir hæð (ekki í bílskúr) og í svalir á efri hæð.
Að innan verða útveggir múrhúðaðir á plasteinangrun á neðrihæð og að hluta til á efri hæðinni.
Búið er að einangra útveggi og innveggi á neðri hæðinni og verið er að sparsla. (verður líklega ekki alveg klárað af seljanda).
Gluggar ásamt opnanlegum fögum fullgerðir með glerjum og gluggabúnaði.
Útihurðir fullgerðar með öllum hurðabúnaði.
Bílskúrshurð ekki komin.
Kalt og heitt vatn er komið inn í húsið og mælir í rafmagnstöflu og grind.
Rafmangstaflan komin en búið er að draga í rafmangsdósir, free at home fyrir lýsingu, gardínur og gólfhita er komið í rafmagnstöflu.
Bráðabirgða stigi á milli hæða.
Svalir út frá eldhúsi með bráðabirgða handriðum, komnar í rétta hæð undir endanlegt slitlag, gólfhiti kominn.
Að utan á eftir að klára að klæða og einangra efri hæðina og lakka sjónsteypuna að utan.
Bráðabirgða handriði er á svölum.
Þak fullgert en eftir er að klára þakkant ásamt rennum og niðurföllum.
Lóð afhendist eins og hún er í dag, grófjöfnuð, lagnir í lóð komnar en ófrágengnar. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja hita í stétt og bílaplan.
Væntalegum kaupendum er bent á að láta skoða húsið með fagaðilum.
Þegar eignin er keypt á þessu stigi þarf að fá nýja eða semja við byggingarstjóra og aðra meistara á húsinu.
Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati greiðir kaupandi þegar það er lagt á.
Niðurlag:
Frábært fjölskylduhús í byggingu á útsýnisstað í Kópavogi. Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími:
570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.