Fasteignaleitin
Skráð 25. apríl 2025
Deila eign
Deila

Bakkahjalli 10

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
240.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
165.000.000 kr.
Fermetraverð
685.216 kr./m2
Fasteignamat
142.250.000 kr.
Brunabótamat
104.800.000 kr.
Mynd af Hafdís Rafnsdóttir
Hafdís Rafnsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1995
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2218745
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
síðan húsið var byggt
Raflagnir
síðan húsið var byggt
Frárennslislagnir
síðan húsið var byggt
Gluggar / Gler
síðan húsið var byggt
Þak
skipt um þakrennur og niðurföll 2023
Svalir
s/v svalir
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
engir gallar sem starfsmanni TORGS var bent á.
Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og frábærlega staðsett útsýnishús innst í botnlanga á eftirsóttum stað við Bakkahjalla 10 Kópavogi. Um er að ræða parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr sem er skráð skv fmr 240,8fm. Það sem einkennir helst þetta fallega fjölskylduhús er mikil lofthæð, stórir gluggar, frábært útsýni og góð staðsetning innst í botnlanga og stutt er í alla þjónustu.  Húsið hefur fengið gott viðhald í gegn um árin. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is - Sækja söluyfirlit HÉR

Nánari lýsing: eignin skiptist eftirfarandi. Neðri hæð: Forstofa, baðherbergi, svefnherbergi, þvottahús, geymsla, bílskúr og stórt gluggalaust fjölskyldurými. Efri hæð: Stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Neðri hæð: Forstofa: komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og miklum og góðum fataskápum. Hiti er í gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergi á neðri hæð er innaf forstofu og er flísalagt með sturtu.
Svefnherbergi: Herbergi sem er innaf forstofu er með parketi á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Fjölskyldurými: Mjög rúmgott glugglaust fjölskyldurými er á neðri ihæðinni og er parketlagt, tilvalið sem tómstundarými.
Þvottahús: þvottahúsið er vel útbúið með innréttingu með góðu skápaplássi og vélarnar eru  í vinnuhæð.
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn sem er rúmgóður og skráður 24fm. Rafmagnshurðaopnari, gluggar og göngudyr eru á bílskúrnum.
Geymsla: innaf bílskúr er rúmgóð geymsla.
Efri hæð: gengið er upp fallegan steyptan, parketlagðan stiga upp á efri hæð.
Stofa/borðstofa: Stofurnar eru rúmgóðar og samliggjandi með mikilli lofthæð og stórum gluggum og rýmið því bjart og fallegt. Parket er á gólfi, innbyggð lýsing í lofti og gengið út á stórar svalir frá borðstofunni með frábæru útsýni.
Eldhús: Eldhúsið er við hlið stofunnar og er rúmgott með ljósri innréttingu með stein á borði og góðu skápaplássi. Flísar eru á milli efri og neðri skápa og einnig á gólfi. Spanhelluborð, ofninn er í vinnuhæð og rúmgóður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott búr með hillum.
Baðherbergi: Baðherbergið á efri hæð er flísalagt og bæði með baðkari og sturtu. Hvít innrétting með góðu skápaplássi, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: Herbergin á efri hæð eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápum. Útgengt er út í garð frá hjónaherbergi.
Aðkoma: Falleg aðkoma með hönnuðum garði, gróðri, lýsingu og hellulögðu bílaplani með hita ílögnum.

Niðurlag: Þetta er virkilega fallegt og gott fjölskylduhús með frábæru útsýni á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Framkvæmdir að sögn seljanda:
Árið 2014
- Öll íbúðin máluð innan
- Bílskúr/geymsla máluð innan + gólf lakkað
- Hillur settar upp í geymslu inn af bílskúr
- Ofnakerfið. Skipt um 9 ofnaloka, allt ofnakerfið yfirfarið (B. Markan ehf)
- Skipt um blöndunartæki+sturtuhaus í sturtuklefa uppi (Tengi ehf)
- Sett upp glerhurð í sturtuklefa, baðherbergi uppi (B Markan)
- Blöndunartæki í baðkari uppi yfirfarið og lagað hjá Tengi ehf
- Sjónvarps/internetsmál yfirfarin í húsinu. 2 net sett upp.
- Sett upp ný úti-og garðlýsing. (Rafvirkinn ehf)
 
Árið 2015
- Tvöfalt steypt Sorpgeymsluskýli (BM Vallá)
- Ný útiljós að framanverðu (Rafkaup)
- Nýtt útiljós á svalir
 
Árið 2016
- Sett ný LED loftlýsing í holi niðri
- Sett upp vinnuljós undir skápa í eldhúsi
- Málað tréverk utan
- Leggja Epoxy gólfefni á bílskúrsgólf
- Hlíf yfir sprungum á milli húsa (nr 8 & 10)
- Öryggissteinar/veggur. Reistur að norðan verðu við Hliðarhjalla. Kópavogsbær
 
Árið 2017
- Málað allt húsið og þak utan + þakkant (Gillibo ehf)
- Múr - Lagað/málað svalargólf og veggir innan
- Málað trérimlagólf á svalargólfi (neðan)
 
Árið 2018
- Reisa girðingu á milli lóða, N-megin, frá húsi upp og að lóðarmörkum.
 
Árið 2019
- Settar rafmagnsviftur í vegg-op í tómstundaherb. niðri
- Settur upp 16A tengil í bílskúr
- Bætt við útilýsingu (sunnan), yfir útidyrahurð og undir svölum
- Settur tímarofa á öll útiljós
- Nýr bílskúrshurðaopnari.
 
Árið 2020
- Byggður og reist girðing meðfram lóðarmörkum, N-megin og með himnastiga
- Nýtt parket lagt á öll gólf ásamt parket í stigann
- Nýjar flísar lagðar á eldhúsgólf
- Endurgerð í viðhaldi, handlaug og vatnskassi á WC niðri.
- Smíðað handrið ofan á steinvegg við stiga inni og þrengja stigaop.
- Setja ný LED ljós í kappa yfir eldhúsvaski. Í stað halogenljósa.
- Bæta loftöndun í þaksperrur. Loftstútum fjölgað.
 
Árið 2022
- Skipta um allar hurðaskrár og húna innandyra.
 
Árið 2023
- Skipta um þakrennur og niðurföll (álkerfi frá Hagblikk ehf)
 
Árið 2024
- Háþrýstiþvegið, grunnað og málað þak og þakkant.
- Bætt við þriðju sorpgeymslunni. (BM Vallá.)
 
Árið 2025
- Skipt um loftljós á gesta WC og lagðað veggljós (LED-lýsing)


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/08/201450.950.000 kr.56.500.000 kr.240.8 m2234.634 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hvannhólmi 2
Bílskúr
Skoða eignina Hvannhólmi 2
Hvannhólmi 2
200 Kópavogur
287.9 m2
Einbýlishús
526
620 þ.kr./m2
178.500.000 kr.
Skoða eignina Álfhólsvegur 67
Bílskúr
Álfhólsvegur 67
200 Kópavogur
198.1 m2
Einbýlishús
724
754 þ.kr./m2
149.400.000 kr.
Skoða eignina Helgubraut 10
Bílskúr
Opið hús:07. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Helgubraut 10
Helgubraut 10
200 Kópavogur
274.9 m2
Einbýlishús
725
654 þ.kr./m2
179.800.000 kr.
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Sæbólsbraut 5
200 Kópavogur
242.8 m2
Raðhús
624
617 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin