Fasteignaleitin
Opið hús:30. des. kl 12:15-13:00
Skráð 22. des. 2025
Deila eign
Deila

Klausturhvammur 13

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
283.7 m2
9 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
153.500.000 kr.
Fermetraverð
541.065 kr./m2
Fasteignamat
129.950.000 kr.
Brunabótamat
135.050.000 kr.
SK
Sigríður Kjartansdóttir
Byggt 1981
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2076961
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunaleg
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunaleg
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Upphaflegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir og verönd
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu fallegt og vel skipulagt 283,7 fermetra raðhús á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr og 67,5 fermetra 2ja herbergja aukaíbúð á jarðhæð á eftirsóttum og friðsælum stað við Klausturhvamm í Hafnafirði. Afgirt viðarverönd með heitum potti er við framhlið hússins og stór garður með stórri viðarverönd á baklóð þar sem gengið er inn í aukaíbúðina. 

Húsið skiptist þannig, forstofa, hol, eldhús, búr, stofa, borðstofa, hjónaherbergi, sjónvarpsstofa, þrjú barnaherbergi, tvö baðherbergi og bílskúr. Á jarðhæð hússins garðmegin er rúmgóð 2ja herbergja íbúð sem er í útleigu og skiptist þannig, forstofa, stofa, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi ásamt kaldri útigeymslu.


Lýsing: 

Forstofa, flísalögð með fataskápum.
Þvottaherbergi, flísalagt með glugga og innréttingu, með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hol, flísalagt og rúmgott. Úr holi er stigi upp á efri hæð hússins.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, er með gólfhita, upphengt wc, innrétting og flísalögð sturta.
Eldhús, flísalagt og rúmgott með góðri borðaðstöðu og stóru búri. Fallegar hvítar innréttingar með viðarklæðningu á hluta veggja og tengi fyrir uppþvottavél.
Búr, inn af eldhúsi, flísalagt með hillum.
Borðstofa, parketlögð og útgengi á stórar svalir með fallegu útsýni og tröppum niður í garð. 
Stofa, parketlögð, björt og rúmgóð með aukinni lofthæð og fallegum arin.
Hjónaherbergi, mjög rúmgott, parketlagt og með fataherbergi inn af með góðri viðarinnréttingu, útgengi er á stórar svalir og aðgegni í garð.

Gengið er upp á efri hæð um parketlagðan stiga úr holi og opið er frá gangi efri hæðar niður í stofu.

Fjölskyldurými / sjónvarpsstofa, parketlögð, rúmgóð og að hluta undir súð.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, upphengt wc, handklæðaofn, og baðkar með sturtu. 
Barnaherbergi I, parketlagt með útgengi á svalir með fallegu útsýni.
Barnaherbergi II, parketlagt
Barnaherbergi III, parketlagt og rúmgott með fataskáp.
Fataskápur, rúmgóður, inngengur og parketlagður.
Tvær góðar geymslur eru undir súð, málað gólf og .
Bílskúr er með rafmagni, hita og rennandi vatni. Er parketlagður að hluta sem var áður nýtt sem herbergi.

Lýsing aukaíbúð:
Forstofa, flísalögð og með fatahengi.
Eldhús, parketlagt með góðri borðaaðstöðu, hvítar ikea innréttingar með tengi fyrir uppþvottavél.
Herbergi, parketlagt og með fataskáp.
Stofa, mjög rúmgóð og parketlögð.

Húsið að utan virðist vera í nokkuð góðu ástandi og bílastæði er fyrir 3 bíla á hellulögðu upphituðu bílapalni við hús og næg bílastæði í botnlanga.

Staðsetning eignarinnar er góð á mjög rólegum og eftirsóttum stað við Klausturhvamm í Hafnafirði þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, framhaldsskóla, verslanir, þjónustu o.fl. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Austurgata 17
Skoða eignina Austurgata 17
Austurgata 17
220 Hafnarfjörður
228.3 m2
Einbýlishús
935
613 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Hjallabraut 70
Skoða eignina Hjallabraut 70
Hjallabraut 70
220 Hafnarfjörður
316.4 m2
Raðhús
927
473 þ.kr./m2
149.800.000 kr.
Skoða eignina Miðvangur 37
Bílskúr
Skoða eignina Miðvangur 37
Miðvangur 37
220 Hafnarfjörður
248.9 m2
Fjölbýlishús
716
642 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 45
Bílskúr
Skoða eignina Hverfisgata 45
Hverfisgata 45
220 Hafnarfjörður
226.7 m2
Einbýlishús
623
701 þ.kr./m2
158.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin