Miklaborg kynnir: Glæsilegt endaraðhús með aukaíbúð á frábærum útsýnisstað við Vesturberg í Reykjavík. Fimm bílastæði eru á lóðinni fyrir framan húsið. Á neðri hæð er andyri, gestasnyrting, eldhús og stofur ásamt þvottahúsi. Þar er einnig nýleg stúdíóíbúð með sérinngangi sem hentar vel til útleigu eða fyrir unglinginn.
Eignin getur verið til afhendingar mánuði eftir kaupsamning
Nánari upplýsingar: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fast. s. 6941401.
Nánari lýsing: Neðri hæð: Komið inn í anddyri með fatahengi. Gestasnyrting með upphengdu salerni.
Eldhús með fallegri nnréttingu frá 2023, með spanhelluborði tveimur bakaraofnum. Flísar milli skápa eru frá Þ.Þorgrímsson. Borðkrókur er í eldhúsi, uppþvottavél og gólfefni er nýlegt harðparket
Stofa er með nýlegu harðparketi og gengt frá henni út á mjög stóra verönd.
Flísalagt þvottahús er á hæðinni og gengt er frá því á veröndina.
Efri hæð: Þar eru fjögur svefnherbergi.
Baðherbergi með baðkari og sturtu, flísalagt í hólf og gólf. Þar er gluggi. Á hæðinni er einnig góður vinnukrókur ogmjög rúmgóð sólstofa með harðparketi. Gengt frá henni á svalir með frábæru útsýni yfir borgina.
Á neðri hæð er nýleg stúdíóíbúð með sérinngangi. Baðherbergi er með sturtuklefa og upphengdu salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Nýleg eldhúsinnrétting með spanhelluborði og eldavél. Ísskápur getur fylgt. Gengt frá henni á verönd.
Þetta er mikið endurnýjað endaraðhús á frábærum útsýnisstað í Reykjavík með stæði fyrir fimm bíla innan lóðar. Miklir möguleikar fyrir fjölskyldufólk eða til útleigu.
Nánari upplýsingar: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fast. s. 6941401.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
27/11/2018 | 55.250.000 kr. | 67.500.000 kr. | 240.1 m2 | 281.132 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
111 | 206 | 140 | ||
111 | 217.8 | 129,9 | ||
111 | 217.8 | 129,9 | ||
111 | 240.1 | 139 | ||
111 | 210.4 | 136 |