Móeiður Svala lögg. fasteignasali og Miklaborg kynna í einkasölu: Vesturberg 137, 111 Reykjavík – Hlýlegt og vel við haldið einbýlishús á friðsælum stað neðst í botnlanga.
Fallegt og fjölskylduvænt einbýlishús staðsett neðst í rólegum botnlanga þar sem náttúran nýtur sín við sígrænan skógarjaðar og miklum útivistarmöguleikum. Húsið er skráð 217,8 fm að stærð samkvæmt Þjóðskrá, þar af er bílskúr 29,2 fm. Húsið hefur frábært skipulag, stóra glugga, mikla birtu og 4-6 svefnherbergi. Möguleiki er að útbúa útleigueiningu á neðri hæð.
Opin og falleg lóð þar sem pallur og heitur pottur snúa vel við sól. Rúmgóður bílskúr og næg bílastæði. Eignin hefur fengið gott viðhald og býður upp á frábæra möguleika.
Allar nánari upplýsingar veitir Móeiður Svala lögg. fasteignasali í síma 899-8278 eða moa@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu með opnu skápaplássi. Þaðan er gengið inn á aðalhæð hússins sem samanstendur af holi, borðstofu og eldhúsi í opnu og samliggjandi rými. Gólfið er klætt ljósu, breiðstafa eikarparketi. Innfelld ljós eru í stofum.
Eldhúsið er bjart, opið og vel skipulagt. Háfur er yfir gaseldavél og gasgeymsla er utandyra. Borðstofan er rúmgóð og björt. Útgengt er úr holinu út á verönd með heitum potti og skjólgóðum garði – dásamlegt rými til að njóta í nálægð við náttúruna. Allar stéttar utan við anddyri eru með hitalögn.
Á efri palli tekur við stór stofa með síðum gluggum. Auðvelt væri að útbúa herbergi innaf stofunni þar sem nú er bóka- og sjónvarpshorn.
Úr holi er gengið inná bjartan svefnherbergisgang, þar sem eru rúmgóðir skápar og þakgluggi. Þar er aðalbaðherbergi hússins með “walk-in” sturtu, baðkari og opnanlegan þakglugga. Hjónaherbergi er rúmgott og með miklu skápaplássi. Tvö önnur góð svefnherbergi eru á ganginum.
Á neðri hæðinni eru tvö svefnherbergi (nú er opið á milli þeirra), salerni og þvottahús. Útidyr er á þvottahúsi og gangstétt þaðan að bílastæðum. Auðvelt væri að loka neðri hæð frá efri hæð og útbúa leigueiningu með sérinngangi.
Húsið býður því upp á marga nýtingarmöguleika, svo sem svefnherbergi eftir þörfum, hentug fjölskyldurými eða útleigumöguleika.
Bílskúr og bílastæði: Sér bílskúr fylgir eigninni. Næg bílapláss eru á stóru sameiginlegu bílastæði fyrir botnlangann auk stæðis við húsið. Góð aðkoma er að eigninni sem er í einstaklega skjólgóðu umhverfi með fallegum og vel hirtum garði.
Staðsetning: Eignin stendur neðst í rólegum botnlanga í grónu hverfi í 111 Reykjavík. Í næsta nágrenni er skógur, göngustígar og útivistarsvæði – stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem verslanir, skóla, sundlaug og samgöngur.
Viðhald og framkvæmdir: Almennu viðhaldi hefur verið sinnt vel í gegnum árin. Gluggar eru upprunalegir en hafa fengið reglulegt viðhald – glerlistar víða endurnýjaðir og botnstykki styrkt eftir þörfum. Húsið hefur verið málað á 4–5 ára fresti og er almennt í góðu ástandi.
Helstu framkvæmdir síðustu ára:
Allar nánari upplýsingar veitir Móeiður Svala lögg. fasteignasali í síma 899-8278 eða moa@miklaborg.is
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
111 | 206 | 140 | ||
111 | 231.3 | 123,9 | ||
111 | 217.8 | 129,9 | ||
111 | 210.4 | 136 | ||
111 | 214 | 124,8 |