STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Opið og bjart 128,2 fm tvíbýli á tveimur hæðum með sérinngangi og fjórum herbergjum, snyrtilegur garður. Skipt hefur verið um gler og glugga, ásamt því að búið er að skipta um alla ofna. Seljandi skipti um gólfefni á íbúðinni og áður höfðu fyrri eigendur endurnýjað hluta af eldhúsi.
Stutt er í alla helstu þjónustu, gönguleiðir í Elliðarárdalnum, leik- og grunnskóli, þjónustumiðstöðin í Hólagarði, læknaþjónusta og Menningarmiðstöðin í Gerðubergi ásamt fjölbreyttir íþróttastarfsemi sem blómstrar í hverfinu.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með flísum á gólfi og skápaop.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt í garð með steyptri verönd.
Eldhús er með harðparketi á gólfi, viðarinnrétting, svartir neðri skápar og hvítir efri skápar ásamt flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru 4 og eru með parketi á gólfi og eru skápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergin eru tvö annað á neðri hæð og þar eru dúkflísar á gólfi, upphengt wc, skápur og handklæðaofn. Á efri hæð eru flísar í hólf og gólf, baðkar með sturtu, upphengt wc, handklæðaofn, skúffur undir vask, skápur og gluggi með opnanlegt fag.
Þvottahús er með stein á gólfi ásamt hillum og upphengi.
Geymsla er með harðparketi á gólfi og skápum. Einnig er háaloft.