Fasteignaleitin
Opið hús:18. sept. kl 18:30-19:00
Skráð 16. sept. 2025
Deila eign
Deila

Safamýri 36

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
94.9 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.900.000 kr.
Fermetraverð
715.490 kr./m2
Fasteignamat
63.000.000 kr.
Brunabótamat
44.650.000 kr.
Mynd af Hrannar Jónsson
Hrannar Jónsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2014705
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Hitavatnslögn endurnýjuð 2021
Raflagnir
Ný tafla í sameign
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
12-14 ára, metið 2021 í lagi og málað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar, austur/vestur
Lóð
2,83
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Fallega þriggja til fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í Safamýri, 108 Reyjavík.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, tvö til þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu og geymslu í kjallara. Tvennar svalir eru á íbúðinni, vestur- og austursvalir.


Birt stærð séreignar er 94,9 fm og þar af er geymsla í kjallara 9,5 fm.

Nánari lýsing:
Komið er inn í hol með góðum opnum fataskáp. Inn af holinu er nýtt eldhús sem var endurnýjað 2021. Innrétting, gólfefni og tæki í eldhúsi var allt sett nýtt ásamt nýrri hitavatnslögn sem sett var á sama tíma. Innréttingin er með efri og neðri skápum á gagnstæðum veggjum ásamt borðkrók. Pláss er fyrir einfaldan ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél. Á gangi fyrir framan baðherbergi og svefnherbergi er stór fataskápur. Baðherbergið er rúmgott, u.þ.b. 15 ár frá síðustu endurnýjun, flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, upphengt klósett og vaskur með góðri skápaeiningu. Svefnherbergin eru upprunalega tvö, bæði með nýlegum fataskápum, en í stofu er búið að stúka af þriðja svefnherbergið. Hægt að breyta til baka og stækka stofuna aftur. Gengið úr öðru herberginu út á góðar austursvalir.
Stofan er björt og er gengið úr henni á vestursvalir. Góð geymsla er í kjallara (9,5fm), sameiginlegt þvottahús og hjóla-/vagnageymsla.

Íbúðin er einstaklega vel staðsett, miðsvæðis, stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla og stutt inn á stofnæðar borgarinnar.

Helstu ástandsupplýsingar frá seljanda:
  • Gluggar og gler - Búið að skipta um allt gler og yfirfara timbur glugga á sameign á síðustu árum. Gluggar í íbúð var endurnýjað í stofu, baðherbergi og í eldhúsi er búið að endurnýja. Opnanlega fagið í eldhúsi gamalt og voru aðrir gluggar metnir í lagi 2020/2021.
  • Hurðir - nýleg brunahurð á íbúð fram á gang, aðrar í íbúð upprunalegar.
  • Gólfefni - Eru nýleg á eldhúsi og einu svefnherbergi en annað eldra.
  • Innréttingar - Nýlegir fataskápar í tveimur svefnherbergjum, í eldhúsi er nýleg innrétting og annað eldra.
  • Baðherbergi - u.þ.b. 15 ár frá síðustu endurnýjun.
  • Vatnslagnir - hitavatnslögn inn í íbúð var endurnýjuð 2021. Ofnar hafa verið endurnýjaðir og eru utanáliggjandi lagnir innan íbúðar.
  • Þak - Er um 13-15 ára gamalt, 2021 metið í góðu standi og málað.
  • Ytra birði húss - sprungufyllt, málað, gluggar yfirfarnir, sumir endurnýjaðir og allt málað 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali.
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álftamýri 14
Opið hús:23. sept. kl 16:00-16:30
Skoða eignina Álftamýri 14
Álftamýri 14
108 Reykjavík
82.9 m2
Fjölbýlishús
312
783 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Háaleitisbraut 39
Háaleitisbraut 39
108 Reykjavík
100.2 m2
Fjölbýlishús
412
698 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Háaleitisbraut 37
Háaleitisbraut 37
108 Reykjavík
104.2 m2
Fjölbýlishús
514
653 þ.kr./m2
68.000.000 kr.
Skoða eignina Sogavegur 81
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Sogavegur 81
Sogavegur 81
108 Reykjavík
78.5 m2
Fjölbýlishús
11
880 þ.kr./m2
69.050.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin