Fasteignaleitin
Skráð 28. apríl 2025
Deila eign
Deila

Vesturgata 136

EinbýlishúsVesturland/Akranes-300
133.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
525.169 kr./m2
Fasteignamat
57.700.000 kr.
Brunabótamat
59.200.000 kr.
Byggt 1952
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2101306
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað
Raflagnir
í lagi skv. seljendum
Frárennslislagnir
Endurnýjað
Gluggar / Gler
Ábótavant
Þak
Í lagi skv. seljanda
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
*** Vesturgata 136 - 300 Akranes ***   
 
PRIMA Fasteignasala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna:
Einbýlishús að Vesturgötu 136 á Akranesi. Lóðin er stór og útgengi út frá stofu út á afgirta viðarverönd, er frábær viðbót við húsið. Búið er að endurnýja skólp og drenað hefur verið við húsið. Einnig hafa verið gerðar miklar endurbætur á innréttingum innanhúss, neysluvatnslögnum, ofnalögnum o.fl. Niðurtekin loft og ný LED lýsing í loftum. Bílskúrsréttur fylgir og stæði beggja megin við hús. Húsið er stærra en fermetrar segja til um. Göngufæri er leik-, grunn- og framhaldsskóla. Einnig er stutt í alla helstu þjónustu og verslanir sem og sundlaug og Akraneshöllina. 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni, eldhús, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 133,1 m2.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLIT

Nánari lýsing á aðalhæð:

Forstofa er rúmgóð með hvítum fataskáp með rennihurðum. Gólfsíður gluggi og svartar gólfflísar flæða inn á gang, gestasalerni og eldhús.
Gestasalerni er við forstofu. Nýlega endurnýjað að mestu. Upphengt salerni með marmaraflísum, hvítur handklæðaofn, háglans skápur innfelldur inn í vegg, skápur undir handlaug og veggfestur spegill með ljósi. 
Stofa er björt með gluggum á þremur hliðum. Fallegt olíuborið viðarparket er á stofurými.
Borðstofa kemur í framhaldi af stofu og er þar útgengi um glervænghurð út í pall til suðurs.
Eldhús er með "U" laga hvítri innréttingu með hvítum sökklum. Veggfestir glerskápar og nýr svartur gufugleypir. Milli efri og neðri skápa eru hvítar veggflísar. Svartur vaskur með nýjum blöndunartækjum, helluborð og ofn innfelldur í innréttinguna. Svartar borðplötur. Gott pláss fyrir eldhúsborð og stóla. Svartar gólfflísar.

Nánari lýsing á efri hæð:

Bogadreginn stigi er upp á efri hæð. Stór bjartur franskur gluggi. Teppalagðar tröppur og pallur.
Herbergi I er rúmgott með parketi á gólfi. Hvítir skápar, opnir að hluta, ná upp í loft.
Herbergi II er með hvítum tvöföldum fataskáp. Parket á gólfi.
Herbergi III er stærsta herbergið og inn af því er fataherbergi með opnum fataskápum. 
Baðherbergi er flísalagt með gráum flísum á gólfi og upp salerniskassa og hvítum marmaraflísum á einum vegg. Fallegur svartur handklæðaofn, walk-in stura með marmaraflísum og glerrennihurð. Innrétting undir handlaug er hvít háglans með svartri borðplötu. Speglaskápur er innfelldur inn í vegg.

Nánari lýsing kjallara:

Tröppur niður af aðalhæð eru steinaðar.
Þvottahús er í kjallara og er útgengi þar út á lóð til norðurs.
Geymsla er í hluta af kjallara.
Útgrafið rými er nýtt sem geymsla í dag.

Garður umlykur húsið. Beggja megin við hús er malarplan og hægt að leggja bílum. meðfram húsi til suðurs og vesturs er viðarverönd með skjólvegg. Grasflötur aftan við hús er sléttur og nýlega tyrfður. Garður er að mestu afgirtur. Innan girðingar eru runnar og plöntur.

Miklar endurbætur hafa átt sér stað frá 2019 s.s. bæði baðherbergin, eldhús, skólp, dren, allar neysluvatnslagnir og flestar ofnalagnir og tekin niður flest loft og LED lýsingu komið fyrir. Húsið er múrviðgert, en þarf að mála. Tími kominn á glugga og skoða þarf klæðningu. 


Nánari upplýsingar veita:
Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s.787-3505 / oliver@primafasteignir.is

__________________________________________________________________________________________

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRIMA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/07/201826.350.000 kr.34.900.000 kr.133.1 m2262.208 kr.
10/09/201519.650.000 kr.21.250.000 kr.133.1 m2159.654 kr.Nei
17/11/201116.450.000 kr.21.500.000 kr.133.1 m2161.532 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þjóðbraut 3
Bílastæði
Skoða eignina Þjóðbraut 3
Þjóðbraut 3
300 Akranes
94.7 m2
Fjölbýlishús
413
771 þ.kr./m2
72.990.000 kr.
Skoða eignina Stillholt 19 íbúð 503
Bílastæði
Stillholt 19 íbúð 503
300 Akranes
104.8 m2
Fjölbýlishús
312
667 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Vallholt 5
Skoða eignina Vallholt 5
Vallholt 5
300 Akranes
110.5 m2
Fjölbýlishús
43
604 þ.kr./m2
66.700.000 kr.
Skoða eignina Þjóðbraut 3 - 301
Bílastæði
Þjóðbraut 3 - 301
300 Akranes
94.7 m2
Fjölbýlishús
413
771 þ.kr./m2
72.990.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin