BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÓLAFSVELLIR 26, 825 Stokkseyri. Einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Yfirbyggð suðurverönd með heitum potti.
Eignin stendur í nýlegu hverfi við rólegan botnlanga í útjaðri byggðar á Stokkseyri. Óbyggt svæði er aftan við húsið, útsýni til fjalla. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 2020. Eignin skiptist í íbúð 126.0 m² og bílskúr 34.2 m², samtals 160.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu, eldhúsi og holi, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús/fataherbergi, loft og bílskúr.
Nánari lýsing: Anddyri, þaðan er innangengt í alrými annarsvegar og þvottahús/geymslu hinsvegar. Vegghengd hilla í anddyri fylgir.
Alrými með stofu, borðstofu, eldhúsi og holi, útgengt er frá stofu út á verönd til suðurs. Vegghengdur skápur í holi fylgir og rúllugardínur í borðstofu.
Eldhús, Ikea innrétting, Siemens spanhelluborð, háfur, ofn og ofn/örbylgjuofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél,
gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu (ísskápur fylgir).
Þrjú herbergi, hjónaherbergi með með fataskáp
, (eitt þeirra er skráð geymsla á teikningum).
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, sturta, vaskinnrétting og skápar, spegill, (stillanleg ledlýsing)
,handklæðaofn, gluggi, möguleiki er á að setja baðkar á baðherbergi, lagnir eru til staðar.
Þvottahús/fataherbergi, skápainnrétting, vaskinnrétting, hækkun fyrir tvær vélar, útgengt út í garð, innangengt í bílskúr.
Möguleiki er á að setja upp sturtu og eða salerni í , lagnir eru til staðar.
Lúga upp á
loft með fellistiga, möguleiki á að nýta sem geymsluloft.
Gólfefni: Flæðandi harðparket er á alrými og herbergjum. Flísar á anddyri, baðherbergi og þvottahúsi/fataherbergi.
Gólfhiti er í eigninni, Danfoss stýringar á veggjum í flestum rýmum.
Innbyggð lýsing er í öllum rýmum nema bílskúr.
Bílskúr, Bílskúrshurð, rafræn opnun, tvær fjarstýringar fylgja. Gönguhurð við hlið aðalinngangs.
Bílskúr er klæddur að innan en ómálaður, rafmagn er ekki fullfrágengið. Rafmagnstafla og gólfhitagrind er í bílskúr.
Ólafsvellir 26 er timburhús á einni hæð á steyptum sökkli. Húsið er klætt að utan með liggjandi báruklæðningu. Aluzink á þaki, ál á vindskeiðum, ál-timbur hurðar og gluggar.
Lóð er gróin/frágengin. Steypt verönd 38 m² að sunnanverðu við aðkomu að húsinu, hitalögn er í steyptri verönd, til viðbótar er timburverönd u.þ.b. 20 m²,
heitur pottur (1600 lítra- heitir pottar) 6-8 manna (hitaþráður í lögn að potti) og skjólveggir, þakskyggni er yfir verönd. Lýsing er á verönd, sólúr og appstýrt.
Möguleiki er á því að stækka húsið sem nemur steyptu gólfi undir þakskyggni.
Bílaplan með plássi fyrir þrjár bifreiðar er framan við húsið (ídráttarrör fyrir hita í plani er til staðar), möl í plani, sorptunnuskýli fyrir fjórar tunnur.
Lóð er 720.0 m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 234-1231.Stærð: Einbýli 126.0 m². Bílskúr 34.2 m². Samtals 160.2 m².
Brunabótamat: 86.000.000 kr.
Fasteignamat: 72.250.000 kr
Byggingarár: 2020.
Byggingarefni: Timbur.