Fasteignasalan TORG kynnir:
MJÖG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ ÍBÚÐ - Björt, vel skipulögð, glæsileg og fjölskylduvæn 4ra herbergja enda íbúð með tvennum svölum, aukaherbergi í kjallara (í útleigu) og fallegum, stórum, grónum sameiginlegum bakgarði sem myndar yndislegt náttúruútsýni í vestur frá stofu og svölum. Íbúðin var að mestu endurnýjuð á árunum 2020-2022, þ.m.t. eldhús, öll tæki, baðherbergi, hurðir, skápar, gólfefni, rafmagn og ofnar. Húsið sjálft hefur einnig verið endurnýjað á undanförnum árum, en það hefur verið klætt á þrjá vegu, skipt um glugga og nú er verið að ljúka við dren og frárennsli. Fyrir um 10 árum var heilsoðinn þakpappi á þakið. Góð geymsla í sameign ásamt aukaherbergi.
Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.isNánari lýsing: Húsið er fjölbýli með þremur stigagöngum, byggt árið 1966. Aðeins 6 íbúðir er í þessum stigagangi. Íbúðin er skráð 126,9 fm og af því er íbúðin sjálf 104,6 fm, geymsla í sameign 10,4 fm og aukaherbergið í kjallara 11,9 fm. Húsið hefur fengið mikið og gott viðhald undanfarin ár og er að mestu yfirfarið og/eða endurnýjað. Búið er að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Forstofuhol: Með tvöföldum fataskáp.
Eldhús: Opið fram á hol og að hluta inn í stofu. Stór hvít innrétting með innbyggðum ísskáp, frysti, uppþvottavél og vínkæli. Í eldhúsi eru tveir bakaraofnar í vinnuhæð ásamt stóru span helluborði með gufugleypi í efri skáp. Vinnulýsing og flísar á vegg eru á milli efri og neðri skápa.
Stofa: Stór stofa og borðstofa með stórum gluggum í tvær áttir og útgengi út á svalir til vesturs.
Hjónaherbergi: Rúmgott með skápum yfir heilan vegg. Útgengi á svalir til austurs.
Barnaherbergi 1: Rúmgott barnaherbergi með fataskápum eftir heilum vegg.
Barnaherbergi 2: Minna barnaherbergi með einföldum fataskáp.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í innréttinu, í vinnuhæð. Flísalagt með stórri „walk-in“ sturtu með glervegg, upphengt salerni og innrétting við vask. Handklæðaofn og hiti í gólfum. Gluggi til vesturs.
Gólfefni: Ljóst harðparket á öllum rýmum nema á baðherbergi.
Aukaherbergi í sameign: 11,9 fm aukaherbergi með aðgang að baðherbergi í sameign. Sami leigjandi hefur verið í herberginu síðan núverandi eigendur tóku við.
Sérgeymsla: Í sameign er einnig 10,4 fm sérgeymsla, auk sameiginlegrar vagna- og hjólageymslu.
Viðhald:Hús klætt með álklæðningu á þrjá vegu 2019-23.
Allir gluggar og svalahurðir íbúðar(og flestir gluggar og svalahurðir húss) endurnýjaðir 2019-23.
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla settar upp á lóð 2025.
Frárennslislagnir ýmist fóðraðar og endurnýjaðar 2024-25. Dren lagt í kringum húsið 2024-25. Allt unnið af GG lögnum, í lok verks(Sept 2025) verður stétt fyrir framan hús endursteypt með snjóbræðslulögn.
Flott og mjög mikið endurnýjuð fjölskylduvæn 4ra herb íbúð á fínum stað í 104 með útsýni yfir grænan og gróinn bakgarðinn í vestur. Stutt í Holtagarða og alla aðra þjónustu í hverfi nú auk þess sem stutt er í Skeifuna. Leikskóli „ í bakgarðinum“ og stutt í Langholtsskóla (600 m). Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.