Fasteignaleitin
Opið hús:21. ágúst kl 17:00-17:30
Skráð 17. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Dalaland 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
79.5 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
72.900.000 kr.
Fermetraverð
916.981 kr./m2
Fasteignamat
65.700.000 kr.
Brunabótamat
43.300.000 kr.
Mynd af Snorri Björn Sturluson
Snorri Björn Sturluson
Hdl., Löggiltur fasteignasali. Eigandi.
Byggt 1969
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2036744
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjaðar 2021
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta við norðurhlið hússins 2016 - Annars ástand óþekkt
Gluggar / Gler
Suðurhliðin endurnýjuð 2009 - Norðurhliðin gömul
Þak
Þakjárn endurnýjað 2022
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Viðgerðir á göngustígum milli húsa í Dalalandi og uppsetning rafhleðslustöða á bílastæði frest í Dalalandi. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir haustið 2025 eða árið 2026. 
Þarf að laga vatnshalla á svalagólfi.
Gallar
Þarf að laga vatnshalla á svalagólfi.
Valhöll kynnir bjarta fjögurra herbergja íbúð með góðu útsýni í Dalaland 1 í Fossvogi í Reykjavík. Íbúðin er á 3. hæð (efstu hæð) sem er bara ein og hálf hæð upp frá aðalinngangi. Stutt er í alla helstu þjónustu skóla, leikskóla, samgöngur og gönguleiðir í Fossvogsdalnum.

Íbúðin er skráð 79,5 fm á stærð en að auki er geymsla í kjallara sem virðist ekki vera skráð inn í stærð íbúðarinnar. 

Húsið hefur fengið ágætt viðhald í gegnum árin og lítur vel út. Listi yfir viðhald má sjá neðar í lýsingu.

Eignin skiptist í anddyri, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, rúmgóðar svalir og geymslu á fyrstu hæð.

Fasteignamat ársins 2026 verður 72.500.000 kr.

Nánari upplýsingar veita:

Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfangið snorribs@valholl.is

Nánari lýsing:
Anddyri: með fatahengi og góðu plássi fyrir fataskáp (var áður skápur) og parketi á gólfi.
Eldhús: með nýlegri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og parketi á gólfi.
Stofa: með björtum gólfsíðum gluggum, parketi á gólfi og útgengi á rúmgóðar suður svalir með fínu útsýni. 
Barnaherbergi I: með parketi á gólfi.
Barnaherbergi II: með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: með lausum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með baðkari, tengi fyrir þvottavél og flísum á gólfi og veggjum.
Geymsluskápur: á gangi við inngang íbúðar.
Geymsla: sérgeymsla á 1. hæð.
Þurrkherbergi:
 Sameiginlegt á fyrstu hæð.  
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg á fyrstu hæð.

Viðhald á húsi undanfarin ár samkvæmt seljendum:
2009 - suðurhlið hússins og austurgafl málaður og skipt um alla glugga og gler á suðurhlíðnn.
2011 - norðurhlið hússins og vesturgafl málaður, bæði veggir og gluggar, skipt um glugga í anddyri og anddyrið málað.
2016 - dren og frárennslislagnir endurnýjaðar og norðan við húsið og gangstétt fyrir framan hús endurnýjuð og settar hitalagnir.
2022 - gaflar hússins múrviðgerðir og málaðir, skipt um þakjárn og þakrennur, allt tréverkt málað, flasningar við milliveggi endurnýjaðar og svalagólf máluð.
2023 - Smáviðgerðir málun á húsi.
2024 - Skipt um niðurfallsrennur á suðurhlið. Sprunguviðgerðir á göflum hússins og þakið þétt.
2025 - Rafmagnstafla í stigagangi endurnýjuð. 

Viðhald á íbúð undanfarin ár samkvæmt seljendum:
2021 - Rafmagn og rafmagnstafla endurnýjað og ásamt eldhúsinnréttingu.
2024 - Innihurðar endurnýjaðar og veggur í hjónaherbergi einangraður.

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfangið snorribs@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/03/202143.850.000 kr.46.900.000 kr.79.5 m2589.937 kr.Nei
18/09/201837.550.000 kr.41.000.000 kr.79.5 m2515.723 kr.
11/09/200819.220.000 kr.22.500.000 kr.79.5 m2283.018 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Gautland 19
3D Sýn
Opið hús:24. ágúst kl 16:30-17:00
Skoða eignina Gautland 19
Gautland 19
108 Reykjavík
83.2 m2
Fjölbýlishús
413
900 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Gautland 21
Skoða eignina Gautland 21
Gautland 21
108 Reykjavík
85.2 m2
Fjölbýlishús
412
879 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1 A - 207
Grensásvegur 1 A - 207
108 Reykjavík
71.6 m2
Fjölbýlishús
21
1059 þ.kr./m2
75.800.000 kr.
Skoða eignina Hörðaland 16
Skoða eignina Hörðaland 16
Hörðaland 16
108 Reykjavík
86.1 m2
Fjölbýlishús
413
870 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin