ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu.Snyrtilegt raðhús á góðum stað á Hellu.
Húsið er timburhús, klætt að utan með litaðri Steniklæðningu, bárujárn er á þaki.
Heildarstærð eignarinnar er 116,0m2 og er sambyggður bílskúr 29m2 þar af.
Að innan skiptist eignin í forstofu, baðherbergi, þvottahús, hol, 2 svefnherbergi, stofu og eldhús.
Nánari lýsing:
Flísar eru á gólfi í forstofu og þar er fataskápur
Þvottahúsið er flísalagt, þar er snyrtileg innrétting og hurð út á sólpall sem er á baklóð.
Baðherbergið er flísalagt, þiljur eru á veggjum en þar er góð innrétting og sturta.
Herbergin eru bæði parketlögð og eru fataskápar í þeim báðum.
Parket er á gólfi í holi og stofu.
Eldhúsið er parketlagt og þar er snyrtileg innrétting.
Bílskúr er með máluðu gólfi og eru stórir skápar í enda hans.
Hellulögð verönd með skjólveggjum er framan við húsið.
Sólpallur með lágum skjólveggjum er á baklóð hússins, ekkert er byggt aftan við húsið og er fallegt útsýni frá húsinu.
Innkeyrsla er hellulögð og er lóðin öll snyrtileg.
Góð og vel staðsett eign.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.