VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu einbýlishúsið "Sunnuhvoll" við Hveramörk 18, 810 Hveragerði.
Sjarmerandi eign staðsett undir kirkjunni með gullfallegum garði með óteljandi plöntum og trjám.
Eignin hefur verið nýtt sem sumarhús undanfarna áratugi.
Eignin telur forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og baðherbergi. Þá er skráður geymsluskúr á lóðinni en í honum er þvottaaðstaða.
Viðhaldi hefur verið vel sinnt í gegnum árin en huga þarf að því á ný.
Eignin er samtals 77,2 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Geymslan er skráð 12,0 m² að stærð.
Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Nánari lýsing:Forstofa: panelklæddir veggir, fataskápur og fatahengi.
Eldhús: ljós innrétting með efri og neðri skápum, pláss fyrir uppþvottavél og ísskáp. Dúkur á gólfi.
Stofa: panilklædd að hluta og parket á gólfi.
Borðstofa: dúkur á gólfi.
Baðherbergi: ljós innrétting með handlaug, sturta og wc. Dúkur á gólfi.
Hjónaherbergi: er inn af stofunni, dúkur á gólfi og gluggi að baklóð.
Svefnherbergi: er inn af borðstofu, dúkur á gólfi, horngluggi að baklóð.
Tvær
geymslur eru á lóðinni. Önnur er skráð 12fm en þar er þvottaaðstaða og góð vinnuaðastaða.
Ævintýtalegur garður með óteljandi plöntum og trjám.Skjólgóður pallur austanmegin við húsið, hellulögð verönd með
heitum potti er vestanmegin við húsið og einnig hefur verið byggður stór og
snyrtilegur pallur í kringum stofn á grenitré á lóð.
Eignin stendur neðan við kirkju Hveragerðisbæjar og upp við Hverasvæðið í miðbænum. Nostrað hefur verið við lóðina í áratugi og hefur hún hlotið verðlaun frá Hveragerðisbæ.
Góð aðstaða til ræktunnar á matjurtum og öðru.
Stærð lóðar er 687,0 m².
Um er að ræða eitt af eldri húsum bæjarins, timburhús á steyptum grunni, staðsett á rólegum stað við hverasvæðið í miðbænum.
Garðurinn hefur glatt marga sem leið eiga um en hann hefur verið verðlaunaður af Hveragerðisbæ.
Grunnskóli og sundlaug í 5 mín göngufjarlægð.
Heilsugæsla bæjarins er í 1 mín göngufjarlæð og mjög stutt er í verslun og þjónustu.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Hveramörk 16Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.