Til leigu hjá Reitum: Skrifstofuhúsnæði til leigu á 2. hæð í sögufrægu vandlega endurbyggðu húsi í miðbæ Reykjavíkur.Hæðin skiptist í móttöku, opið vinnurými, rúmgott fundarherbergi, eldhús, tvær snyrtingar auk lítillar geymslu sem er á hæðinni. Aðgengi að hæðinni er mjög gott, en nýleg viðbygging við húsið hýsir rúmgóðan stiga og lyftu sem opnast beint inn í rýmið.
Auðunn Sólberg veitir nánari upplýsingar í síma 770 1018 eða í netfanginu audunn@reitir.is.Um er að ræða einstakt sögufrægt húsnæði sem hefur verið endurbyggt. Það er 668,5 fermetrar og var upphaflega byggt í tveim áföngum á lóðinni Hafnarstræti 21. Húsið er rúmlega 110 ára í heild sinni. Það var komið með núverandi mynd, stærð og form árið 1899. Eldri hluti hússins, sem er syðri helmingur þess, er töluvert eldri, líklega frá 1835. Jes Zimsen verslaði lengi í húsinu og er húsið enn kennt við hann. Einnig var leigubílastöð lengi með aðsetur í húsinu.
Minjavernd sá um flutninga og endurgerð hússins á árunum 2006 til 2009. Við endurgerðina þótti rétt að draga fram helstu stíleinkenni þess frá fyrri tíð. Innra burðarvirki hafði verið mikið raskað í tímanns rás, en það var endurgert á nær upphaflegan hátt. Sökkull hússins var endurhlaðinn og var það gert úr sömu steinum og það stóð á við Hafnarstræti. Upphaflega stóð húsið á sjárvarkambi en smám saman réðust menn í að hlaða hafnarkanta norðan hússins og mátti við uppgröft sjá þróun þeirra frá frekar frumstæðri hleðslu yfir í vel formaða steina í múrlími. Þótti rétt að flytja hluta af þeirri sögu jafnframt með húsinu, gömlu hafnarkantarnir voru því grafnir upp og hver steinn merktur. Þeir voru síðan endurhlaðnir við sjávarfallaþró sem er nú austan hússins með brú yfir.
Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins á annan hundrað fasteignir með um 700 leigurýmum auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar.
Kynntu þér þjónustu Reita og fleira skrifstofuhúsnæði til leigu á
www.reitir.is/skrifstofur.
Velkomin til starfa með Reitum
Tegund: skrifstofurými
Afhending: Afhending samkomulag
ID: 29