** Opið hús mánudaginn 22. september frá kl. 16:30 til 17:00 - Rökkvatjörn 1, íbúð 502 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og vel staðsett 94,6 m2, 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð (5. hæð) með glæsilegu útsýni í nýlegu lyftuhúsi (byggt 2023) ásamt stæði í bílageymslu við Rökkvatjörn 1 í Úlfarsárdal, 113 Reykjavík. Eignin er skráð 88,7 m2 þar af íbúð 80,3 m2 og geymsla 8,4. en auk þess er forstofan sem er ca 6 m2 ekki í fermetratölu eignarinnar.Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi/þvottaherbergi. Sérgeymsla í sameign í kjallara. Sérmerkt bílastæði með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl í bílageymslu. Svalir með rennihurð í suðurátt. Sér loftræstikerfi er í íbúðinni. Í íbúðinni er free@home hússtjórnunarkerfi. Fallegar innréttingar, innbyggð lýsing og gott skipulag. Glæsilegt útsýni er frá íbúðinni. Góð staðsetning í fjölskylduvænu hverfi, stutt í þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla, íþróttastarf og fleira.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sentNánari lýsing:Forstofa er með fataskápum og parketi á gólfi. Forstofan er ekki inni í fermetrastærð íbúðarinnar hjá fasteignaskrá HMS en hún er tæpir 6 m2.
Stofa/borðstofa er í opnu rými með eldhúsi. Parket á gólfi. Gengið er út á svalir í suðurátt.
Eldhús er með fallegri innréttingu og eyju. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, ofn, helluborð og háfur. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með sturtu, handlaug, innréttingu, handklæðaofn og vegghengdu salerni. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Flísar á gólfum og veggjum. Gluggi er á baðherbergi.
Sérgeymsla er í sameign, skráð 7,9 m2.
Bílastæði í lokuðum bílakjallara fylgir íbúðinni og er búið að setja upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 72.800.000,-
Verð kr. 78.900.000,-