Viltu fasteignir kynna fallegt og vel staðsett einbýlishús ásamt rúmgóðum bílskúr. Sér 3ja herbergja íbúð í kjallara hússins. Húsið stendur á rólegum stað í botnlanga á þessum vinsæla stað í Gerðunum þar sem stutt er í alla þjónustu. Suður garður með mikla möguleika. Húsið hefur verið talsvert endurnýjað að innan gegnum tíðina.
Á Sölusíða eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum.
Eignin er skráð hjá HMS alls 188,2 m2 og þar af er bílskúr 28m2
Nánari lýsing:
Jarðhæð:
Anddyri: Að utan er gengið í parketlagt anddyri. Þaðan er gengið um parketlagðað stiga til efri hæðar.
Baðherbergi: Algjörlega endurnýjað. Flísalagt í hólf og gólf. Góður labb-inn sturtuklefi. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Eldhús: Eldhúsið er opið inní borðstofu. Endurnýjuð U-laga innrétting með límtré á borðum, uppþvottavél og gert ráð fyrir amerískum ísskáp. Spanhelluborð. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa:Samliggjandi og borstofan opin inn í eldhús. Mjög bjartar með glugga á þrjá vegu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart og gott svefnherbergi með innbyggðum fataskáp. Parket á gólfi.
Þvottahús: Góð innrétting með ræstivaski. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Rishæð:
Frá stiga er komið beint í rúmgott rými sem má nýta á marga vegu. Í dag er þar rúmgóð hjónasvíta með fjóra kvisti/glugga. Fallegur panell á veggjum og lofti. Lökkuð gólfborð.
Snyrting: Nett snyrting undir súð. Panelklædd með dúk á gólfi.
Svefnherbergi: Á hæðinni er einnig svefnhergi með glugga á gafli. Dúkur á gólfi.
Kjallari: Í kjallara er sér íbúð. Eldhús með ágætis skápaplássi. Svefnherbergi/stofa með parket á gólfi. Baðherbergi nýlega endurgert, baðkar með sturtuaðstöðu og upphengt salerni. Flísar á gólfi. Svefnherbergi með flísum á gólfi. Kjallari er með bæði með sérinngang og hægt að ganga um stiga frá jarðhæð.
Bílskúr: Hiti og kalt vatn. Bílskúrshurð og einnig gönguhurð.
Garður: Umhverfis húsið er góður garður sem býður uppá mikla möguleika til að gera að sannkölluðum sælureit
Frábært tækifæri til að eignast einbýlishús miðsvæðið í Reykjavík.
Frábærlega staðsett í botnlanga og með aukaíbúð sem hægt er að nýta með húsinu eða í útleigu fyrir leigutekjur.
Nánari upplýsingar veitir Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í 8459000 eða heidrekur@viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
03/12/2018 | 62.400.000 kr. | 75.000.000 kr. | 188.2 m2 | 398.512 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
108 | 154.7 | 145,4 | ||
108 | 213.9 | 144,9 | ||
108 | 163.9 | 122,9 | ||
108 | 152.8 | 129,9 | ||
108 | 185.2 | 139,9 |