Fasteignaleitin
Opið hús:22. sept. kl 17:00-17:30
Skráð 18. sept. 2025
Deila eign
Deila

Rofabær 31

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
113.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
79.900.000 kr.
Fermetraverð
702.109 kr./m2
Fasteignamat
64.450.000 kr.
Brunabótamat
52.300.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1967
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2045002
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað
Þak
Ekki vitað/Engin vandamál
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Rofabær 31 í Reykjavík - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir virkilega glæsilega, bjarta og vel skipulagða 113,8 fermetra 4ra herbergja endaíbúð (gluggar á þrjá vegu) á 2. hæð með svölum til suðurs við Rofabæ 31 í Reykjavík. Íbúðin hefur verið endurnýjuð mikið á afar smekklegan máta á undanförnum fimm árum. Má þar nefna eldhús, baðherbergi, gólfefni, innihurðir, ásamt skápum í forstofu og herbergjum. Auk þess er búið að endurnýja rofa og tengla íbúðar ásamt því að skipta úr rafmagnstöflu íbúðar (einnig sér tafla fyrir eldhús). Þvottaaðstaða er innan íbúðar ásamt sameiginlegu þvottaherbergi á jarðhæð hússins. Þá er rúmgóð sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð ásamt 4,9 fermetra sérgeymslu með glugga.

Um er að ræða virkilega sjarmerandi fjölbýli, byggt árið 1967, sem hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. M.a. var húsið múrviðgert og málað árið 2022. Einnig er búið að skipta um alla glugga í húsinu sem voru komnir á tíma og eru allir gluggar í íbúð nýjir nema einn. Þá er búið að endurnýja sameiginlegt bílaplan (jarðvegsskipt og malbikað) ásamt því að leggja ídráttarrör fyrir rafhleðslustöðvar (á eftir að setja upp stöðvar). Auk þess var stigagangur málaður árið 2025 og bakgarður tekinn í gegn.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknarverðum stað við Hraunbæ í Reykjavík þaðan sem stutt er í grunnskóla (Árbæjarskóla), leikskóla, íþróttasvæði og sundlaug. Verslanir í næsta nágrenni ásamt glæsilegum hjóla- og gönguleiðum í nágrenni við náttúruna og Elliðaárdalinn.

Nánari lýsing:

Forstofa: Með harðparketi á gólfi og skápum.
Hol: Er rúmgott með harðparketi á gólfi og tengist stofu íbúðar.
Stofa: Er rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Gluggar til austurs og suðurs. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðurs inn í bakgarð hússins.
Eldhús: Er mjög rúmgott og bjart með harðparketi á gólfi. Afar falleg eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi og stórri eyju í miðjunni. Innbyggður kæliskápur með frysti, innbyggð uppþvottavél og spansuðu helluborð í eyju. 
Svefngangur: Með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Rúmgóð flísalögð sturta með glerþili og handklæðaofni. Falleg innrétting við vask, upphengt salerni og opnanlegur gluggi til austurs.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, góðum skápum og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skáp og glugga til norðurs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi, skáp og glugga til norðurs.

Geymsla: Er staðsett í kjallara og er 4,9 fermetrar að stærð, með máluðu gólfi og glugga.
Hjóla- og vagnageymsla: Er sameiginleg, með máluðu gólfi, hjólastöndum og útgengi á lóð hússins.
Þvottaherbergi: Er sameiginlegt í kjallara. Málað gólf og gluggi. Einnig er sér þvottaaðstaða innan íbúðar líkt og fyrr greinir í texta.

Húsið: Lítur vel út að utan og stutt síðan að var múrviðgert og málað ásamt því að skipt var um alla glugga í húsinu sem voru komnir á tíma. Auk þess er stigagangur hússins mjög snyrtilegur og nýlega málaður.

Lóðin: Er falleg og hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Búið að endurnýja bílaplan og leggja ídráttarrör fyrir rafhleðslustöðvum. Einnig er búið að endurnýja baklóð hússins og koma fyrir nýlegum leiktækjum á lóð.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
31/10/202040.850.000 kr.43.900.000 kr.113.8 m2385.764 kr.
23/02/201729.750.000 kr.37.900.000 kr.113.8 m2333.040 kr.
07/04/201421.750.000 kr.26.000.000 kr.113.8 m2228.471 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Naustabryggja 13
Bílastæði
Skoða eignina Naustabryggja 13
Naustabryggja 13
110 Reykjavík
104 m2
Fjölbýlishús
312
768 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Helluvað 15
Bílastæði
Skoða eignina Helluvað 15
Helluvað 15
110 Reykjavík
110.4 m2
Fjölbýlishús
413
742 þ.kr./m2
81.900.000 kr.
Skoða eignina Selásbraut 108
Skoða eignina Selásbraut 108
Selásbraut 108
110 Reykjavík
83.2 m2
Fjölbýlishús
312
936 þ.kr./m2
77.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 112
Skoða eignina Hraunbær 112
Hraunbær 112
110 Reykjavík
121.8 m2
Fjölbýlishús
514
640 þ.kr./m2
78.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin