Drekavellir 41 - Völlunum Hafnarfirði
Opið hús fimmtudaginn 18.september frá kl 17:00-17:30
Vinsamlegast staðfestið komu á stofan@stofanfasteignir.is
STOFAN FASTEIGNASALA kynnir einstaklega bjart og gott fjölskylduhús innst í botnlanga með innnbyggðum bílskúr við Drekavelli 41, Hafnarfirði.
Eignin er á einni hæð og er skráð samtals 188,7 fm skv. HMS, þar af er bílskúr 31,1 fm.- Hús á einni hæð, innst í botnlanga í rólegri götu
- Innbyggður bílskúr
- Þrjú svefnherbergi með möguleika á að bæta við fjórða herberginu (sjá teikningar)
- Gólfhiti
- Heitur pottur með pottastýringu
- Afgirt verönd og snyrtilegur garður
- Hellulagt bílaplan og í kringum hús
*Fasteignamat 2026 verður 126.600.000 kr*
Komið er inn í rúmgóða
forstofu með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Gestasalerni inn af forstofu með flísum á gólfi, innrétting, handlaug og upphengt salerni.
Rúmgóður
gangur / hol með harðparketi á gólfi.
Stofa / borðstofa er einstaklega björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á afgirta verönd.
Eldhús er opið og bjart með fallegri hvítri innréttingu, bakarofn, helluborð og vifta, tengi fyrir uppþvottavél, harðparket á gólfi. Útgengt er úr borðkrók á hellulagða verönd.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og harðparketi á gólfi.
Tvö rúmgóð
barnaherbergi bæði með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting með handlaug, upphengt salerni, baðkar og sturta með gleri.
Þvottahús með góðri innréttingu og vaski. Útgengt er úr þvottahúsi á hellulagt svæði við hlið hússins. Innangengt er úr þvottahúsi í góða
geymslu með hillum.
Innangengt er í
bílskúrinn sem er rúmgóður og einstaklega snyrtilegur, rafmagnsopnun á hlera og gönguhurð sem snýr inn í garðinn.
Garðurinn er fallegur og snyrtilegur með afgirtri verönd og hellulagt er i kringum húsið, heittur pottur fyrir framan hús.
Þetta er einstaklega gott og vel staðsett hús á Völlunum í Hafnarfirði þar sem að skólar og leikskólar eru í göngufæri, ásamt eru verslanir og helsta þjónusta í nágrenninu.
Staðsett í rólegri götu innst í botnlanga.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, gudny@stofanfasteignir.is og Atli Þór í síma 699-5080, atli@stofanfasteignir.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.