Fasteignaleitin
Skráð 17. sept. 2025
Deila eign
Deila

Safamýri 43

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
137.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
115.900.000 kr.
Fermetraverð
844.752 kr./m2
Fasteignamat
95.600.000 kr.
Brunabótamat
71.700.000 kr.
Mynd af Vernharð S Þorleifsson
Vernharð S Þorleifsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1966
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2014202
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Að hluta upprunalegar
Raflagnir
Skipt um töflu og dregið nýtt í íbúð - Eldri tafla í sameign
Frárennslislagnir
Lagnir endurnýjaðar árið 2005 og 2008
Gluggar / Gler
Allar rúður endurnýjaðar 2020
Þak
Þakdúkur endurnýjaður árið 2011
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já - Suður-svalir og vestur-svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna vel skipulagða og fallega 5 herbergja (þrjú rúmgóð svefnherbergi) 137,2 fm, efri sérhæð með sérinngangi í þríbýli á eftirsóttum stað við Safamýri 43, 108 Reykjavík. Hverfið er sérlega fjölskylduvænt hverfi.
Bílskúrsréttur fylgir íbúð. Bílaplan er hellulagt og með hitalögn.
Samkvæmt skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er íbúðin 125,5 fm, stigahús 4,5 fm og 7,2 fm geymsla. Samtals að stærð 137,2 fm.

Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.is

Nánari lýsing:
Sérinngangur, komið er inn i stigahús/forstofu sem er með flísum við inngang.
Stigahús/forstofa er rúmgott og bjart rými með teppalögðum steyptum stiga, tveimur gluggum og góðu skápaplássi.
Stofan er mjög björt og rúmgóð með stórum gluggum, parketi á gólfi og útgengi út á stórar suður-svalir. Gert er ráð fyrir arni í stofu.
Borðstofan er opin inn í stofu með glugga á enda þess, rúmgott og bjart rými með parket á gólfi.
Eldhús er með tveimur gluggum og borðkrók. Góð innrétting með bökunarofn í vinnuhæð, spanhelluborði, uppþvottavél og bæði efri og neðri skápa með gott
skápa- og vinnupláss. Parket á gólfi.
Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með hvítum fataskápum og parket á gólfi. Svalir í hjónaherbergi snúa í vestur
Herbergi II og III eru rúmgóð og björt með fataskáp með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og hluti veggja eru flísalagðir. Baðkar, handklæðaofn og baðinnrétting með hvítum vaski með spegil þar fyrir
ofan ásamt upphengdu salerni þar við hlið. Gólfhiti og gluggi.
Frá stigahúsi er hurð með aðgengi niður steyptan stiga í sameign hússins, þar er að finna stórt og mikið sameiginlegt þvottahús með góða aðstöðu.
Sér 7,2 fm geymsla fylgir íbúðinni ( Geymsla er inn í fm stærð íbúðar, staðsett við þvottahúsið )
Sér bílastæði fylgir íbúðinni á upphituðu og hellulögðu bílaplani. Bílskúrsréttur fylgir íbúðinni, staðsettur fyrir framan bílastæði íbúðar. Hann er þó háður samþykki byggingarnefndar.

Samkvæmt seljanda voru eftirfarandi framkvæmdir utanhúss:
2025 stórframkvæmd á skólpi hússins: Lagnir endurnýjaðar í botnplötu hússins, ný niðurföll ásamt nýjum lögnum út að götu og settur nýr stammi.
2024 Tröppur brotnar upp og múraðar.
2023 Partur af útvegg klæddur með álklæðningu.
Árið 2017 og 2020 voru sprunguviðgerðir (inndælt var þá Epoxy þéttefni).
Árið 2011 var hús og gluggar málað að utan. Skipt var um þakdúk og allar rennur yfirfarnar og lagfærðar eftir þörf.
Steypuviðgerðir: steypt var upp svalahandrið á neðri hæð og svalagólf lökkuð.
Árið 2008 var svo hinum megin við húsið endurnýjuð hin frárennslilögnin og innkeyrsla hellulögð, upphituð.
Árið 2005 : Garður tekinn í gegn, allur eldri gróður var fjarlægður fyrir utan nokkur vel valin tré og garðurinn þökulagður ásamt því að nýtt limgerði var
gróðursett.
Lögð var gangstétt að tröppum hússins og hiti þá settur í gangstétt ásamt nýrri lýsingu.
Skipt var um frárennslilögn öðru megin við húsið.
Vegna nýafstaðinnar framkvæmdar á skólpi er þörf á að lagfæra þökur á lóð.
Seljendur munu bera kostnað af lagfæringar í sameign eftir brot. Þ.e flotun, málningarvinna og epoxýhúðun á gólf.

Samkvæmt seljanda voru eftirfarandi framkvæmdir innanhúss árið 2020:
Skipt var um alla ofna.
Skipt var um allar rúður.
Nýtt parket var sett á alla íbúðina.
Skipt var um allar hurðir.
Nýtt raflagnaefni.
Búið er að koma niður nýjum neysluvatnslögnum sem á eftir að tengja.
Forstofa flísalögð.
Nýtt teppi lagt í stiga.
Ný borðplata í eldhúsi, vaskur, blöndunartæki og háfur.
Stutt er í alla þjónustu. Grunnskóli, leikskóli og Víkings heimilið eru i götunni.
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
14/05/202063.650.000 kr.65.200.000 kr.137.2 m2475.218 kr.
04/05/200726.900.000 kr.38.500.000 kr.137.2 m2280.612 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bústaðavegur 101
Bústaðavegur 101
108 Reykjavík
134.5 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
614
839 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Sogavegur 109
Skoða eignina Sogavegur 109
Sogavegur 109
108 Reykjavík
159 m2
Hæð
513
685 þ.kr./m2
108.900.000 kr.
Skoða eignina Melgerði 31
Skoða eignina Melgerði 31
Melgerði 31
108 Reykjavík
144.6 m2
Hæð
624
737 þ.kr./m2
106.500.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1E
_6__5974.jpg
Skoða eignina Grensásvegur 1E
Grensásvegur 1E
108 Reykjavík
108 m2
Fjölbýlishús
322
971 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin