Betri Stofan og Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 jason@betristofan.is kynna: Vatnsstíg 21, glæsilega 175,3 fermetra íbúð með yfirbyggðum svölum á 9. hæð 101 Reykjavík. Eignin skiptist í 2 svefnherbergi, eldhús, stofur, 2 baðherbergi, þvottaherbergi, 2 geymslur auk stæðis í bílageymslu. Sjaldan koma eignir til sölu í framangreindu fjölbýlishúsi, sem stendur fremst við sjávarkambinn við Skúlagötu, með glæsilegu útsýni m.a. út yfir Sundin blá, innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn, Akrafjall, Skarðsheiði, Esjuna, Hörpuna, Þjóðleikhúsið og Hallgrímskirkju. Aðeins tvær íbúðir eru á hæðinni.
Lýsing eignar:
Forstofa/hol: Með flísum á gólfi, mikið skápapláss er í íbúðinni.
Stofa og sjónvarpshol: Er mjög björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Stórir gólfsíðir gluggar til vesturs og norðurs með stórbrotnu útsýni út á sundin, að Esjunni og víðar. Úr stofu er útgengi út á svalir sem eru yfirbyggðar og eru á suðvestur horninu.
Eldhús er vel útbúið með innréttingu og stein á borðplötu. Parket á gólfi. Útgengt er út á stórar svalir sem ná fyrir hornið til suðurs og vesturs. Útsýni á Hallgrímskirkju og yfir borgina.
Svefnherbergi I með útsýni og að auki eru fataskápar á gangi fyrir framan svefnherbergi. Herbergið er parketlagt
Svefnherbergi II með glæsilegu útsýni, parketlagt með gluggum og snýr til sjávar.
Baðherbergi II: Er flísalagt í gólf og veggi, baðkar með sturtutækjum og stór sturtuklefi. Vegghengt salerni og handklæðaofn.
Baðherbergi I: Er flísalagt, upphengt salerni, fallegir skápar.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, vinnuborði og góðum skápum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sér geymsla I: Er (7,7 fermetrar) loftræst með máluðu gólfi. Sér geymsla II: Er (9,9 fermetrar) með mikilli lofthæð.
Sér bílastæði: Í lokaðri og upphitaðri bílageymslu.
Sameign er öll hin snyrtilegasta og tvær lyftur eru í húsinu.
Bókið skoðun: Jason Kr Ólafsson, jason@betristofan.is löggiltur fasteignasali í Félagi Fasteignasala