Fasteignaleitin
Skráð 18. júlí 2025
Deila eign
Deila

Austurmörk 30 - 13 nýjar íbúðir

Nýbygging • FjölbýlishúsSuðurland/Hveragerði-810
78.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
759.189 kr./m2
Fasteignamat
23.150.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2025
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2532239_1
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Hellulögð verönd
Lóð
1,2
Upphitun
Hitaveita ofnar + gólfhiti á baðherbergi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
4 - Fokheld bygging
BYR fasteignasala og JÁVERK kynna 13 nýjar íbúðir í þriggja hæða fjölbýlishúsi að AUSTURMÖRK 30 Hveragerði, Tívolíbyggð.
Tveggja til fjögurra herbergja íbúðir, sér inngangar af svalagangi, aukin lofthæð á efstu hæð, lyftuhús, sérsmíðar innréttingar, eldhústæki frá AEG.
Húsið er vel staðsett í miðsvæðis í Hveragerði, stutt í alla almenna þjónustu, útivist og ýmiskonar afþreyingu, sjá nánar hér.


TIL AFHENDINGAR JÚLÍ 2025.  VELKOMIN Í HVERAGERÐI!
Allar nánari upplýsingar hjá BYR FASTEIGNASALA | 483-5800 | byr@byrfasteignasala.is | - sjá heimasíðu Tívolíbyggðar hér. 


AUSTURMÖRK 30 tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Verð frá 45.500.000 til 64.900.000.
 1. hæð - Íbúð 101 - 78.9 m²  4 herbergja, verð kr. 59.900.000 
 1. hæð - Íbúð 102 - 86.1 m²  4 herbergja, verð kr. 64.900.000
 1. hæð - Íbúð 103 - 77.5 m²  4 herbergja, verð kr. 59.900.000 

 2. hæð - Íbúð 201 - 78.5 m²  4 herbergja, verð kr. 60.900.000 
 2. hæð - Íbúð 202 - 74.9 m²  4 herbergja verð kr. 57.900.000 
 2. hæð - Íbúð 203 - 54.7 m²  2 herbergja verð kr. 45.500.000 
 2. hæð - Íbúð 204 - 74.9 m²  4 herbergja verð kr. 57.500.000 
 2. hæð - Íbúð 205 - 78.5 m²  4 herbergja verð kr. 60.900.000 

 3. hæð - Íbúð 301 - 79.1 m²  4 herbergja verð kr. 62.900.000 
 3. hæð - Íbúð 302 - 74.7 m²  4 herbergja verð kr. 59.500.000 
 3. hæð - Íbúð 303 - 54.7 m²  2 herbergja verð kr. 45.900.000 
 3. hæð - Íbúð 304 - 74.7 m²  4 herbergja verð kr. 59.500.000 
 3. hæð - Íbúð 305 - 77.6 m²  4 herbergja verð kr. 62.900.000 

Aðalverktaki JÁVERK ehf. T.ark arkitektar eru aðalhönnuðir hússins. Burðarþolshönnun og lagnahönnun Verkfræðistofa Reykjavíkur. Raflagnahönnun Voltorka ehf.
Tívólibyggð samanstendur af sjö fjöleignarhúsum með samtals 80 íbúðum. Smellið hér fyrir heimasiðu Tívolíbyggðar.

Íbúðum verður skilað samkvæmt skilalýsingu seljanda. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar frá Selós, eikar melamin efni að utan. Öll heimilstæki eru frá AEG, Innbyggður kæli- og frystiskápur, innbyggð uppþvottavél, ofn, spanhelluborð fellt í plötu, vifta yfir. Blöndunartæki frá Grohe. Gert er ráð fyrri þvottavél og þurrkara á baðherbergjum. Flísar verða á gólfum baðherbergis, öðrum gólfum er skilað án gólfefna. Gólfhiti er á gólfi baðherbergis. Loftræsikerfi með varmaendurvinnslu er í hverri íbúð. Vélrænt útsog er í geymslum.

Austurmörk 30 er 9 íbúða, þriggja hæða hús. Húsið er staðsteypt og klætt að utan með ál-trapísuklæðningu frá Málmtækni.
Þakplata er staðsteypt frágengið með þakdúk frá Sika og þakmöl. Gluggar og hurðar eru álklæddir timburgluggar frá Ideal Combi.
Lóð er frágengin með malbikuðum bílastæðum og stígum. Yfirborð við inngang sem og sérafnotareitir er hellulagt. Önnur svæði eru frágengin með grasi. 
Gengið er inn í íbúðir af opnum svalagöngum. Íbúðum á jarðhæð fylgir hellulagður sérnotareitur, svalir eru á íbúðum á efri hæðum. 
Sameiginleg bílastæði eru á lóð. Tengipunktar fyrir rafbílahleðslur eru í grennd við bílastæði. Sameiginleg sorpskýli eru á lóð. 

Íbúðin er byggð samkvæmt kröfum Umhverfisstofnunar til að hljóta Svansvottun að framkvæmdum loknum.
Í svansvottuðum byggingum hefur allt byggingarefni sem sett er í bygginguna verið samþykkt og uppfyllir kröfur svansins.

Svansvottaðar íbúðir eru almennt taldar betri fyrir umhverfið og heilsuna, enda eru strangar kröfur um innihald skaðlegra efna í öllu byggingarefni.
Í íbúðinni hefur verið tryggð góð innivist með góðri loftræstingu og hljóðvist. Hönnun byggingarinnar miðar að því að orkunotkun sé hagkvæm. 
Smellið hér fyrir upplýsingar um Svansvottun.

Samþykktir aðaluppdrættir hönnuða eru gildandi ef upp kemur misræmi milli þeirra og annarra gagna.
Allt auglýsinga- og kynningarefni eins og tölvugerðar myndir og teikningar eru eingöngu til hliðsjónar.
Laus búnaður og annað sem kann að vera sýnt á teikningum eða þrívíddar myndum en er ekki talið upp í skilalýsingu fylgir þannig ekki íbúðum.
Athygli er vakin á því að á meðan byggingarframkvæmdum stendur áskilur seljandi sér allan rétt til að gera tækni-, efnis- og útlitsbreytingar.
 
Athugið að kaupendur greiða stimpil-, þinglýsingar- og lántökugjald vegna kaupsamnings og nýrra lána, auk þjónustu- og umsýslugjalds til fasteignasölunnar.
Um er að ræða eign í byggingu og brunabótamat liggur ekki fyrir, kemur það í hlut kaupanda að greiða skipulagsgjald 0,3% þegar þess verður krafist.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina AUSTURMÖRK 26A - 202
Austurmörk 26A - 202
810 Hveragerði
74.9 m2
Fjölbýlishús
413
773 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina AUSTURMÖRK 26B - 101
Austurmörk 26B - 101
810 Hveragerði
78.9 m2
Fjölbýlishús
413
759 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina AUSTURMÖRK 26A - 304
Austurmörk 26A - 304
810 Hveragerði
74.7 m2
Fjölbýlishús
413
797 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Skoða eignina AUSTURMÖRK 26A - 302
Austurmörk 26A - 302
810 Hveragerði
74.7 m2
Fjölbýlishús
413
797 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin