Fasteignasalan Hvammur 466 1600Reynihlíð 11 íbúð 201 - Nýleg (2022) 3ja- 4ra herbergja íbúð á efri hæð með sér inngangi í fjölbýlishúsi í Hörgársveit - stærð 99,8 m².Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í einu opnu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymslu sem nýtist sem herbergi.
Forstofa er með góðum fataskápum og flísum á gólfi.
Eldhús, vönduð L- laga eldhúsinnrétting með ljósri bekkplata úr harðplasti. Harðparket á gólfi. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með við sölu.
Stofa og eldhús eru í opnu rými þar sem harð parket er á gólfi og loft tekin upp. Stórir suður gluggar og hurð út á steyptar suður salir sem eru skv. teikningum 10,3 m² að stærð
Svefnherbergi eru tvö, bæði með harð parketi á gólfi og fataskápum. Stærð herbergja er skv. teikningum 9,5 og 14,7 m².
Baðherbergi er með góðri innréttingu með pláss fyrir þvottavél og þurrkara og fylgja þau tæki með við sölu eignarinnar. Upphengt wc, handklæðaofn og walk-in sturta. Flísar eru á gólfi og hluta veggja.
Geymslan er skv. teikningum
8,3 m² að stærð og hefur verið nýtt sem þriðja svefnherbergið. Þar er harð parket á gólfi.
Lóð: Bílastæði framan við hús eru malbikuð. Steinsteypt sétt liggur frá gangstétt og að aðalinngangi. Snjóbræðsla er í stétt og liggur frá húsi að gangstétt. Bakvið húsið er opið leikvæði fyrir börn.
Annað:- CLT hús með viðhaldsfrírri klæðningu
- Allar innréttingar og fataskápar eru frá Tak innréttingum
- Loft eru tekin upp í eldhúsi og stofu.
- Gólfhiti
- Loftskiptakerfi
- Ljósleiðari
- Í sameign er hjóla og vagnageymsla.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.