BYR fasteignasala kynnir í einkasölu BOGATÚN 18, 850 Hella. Fjögurra herbergja íbúð í parhúsi með bílskúr. Húsið hefur verið mikið endurnýjað að innan og utanverðu á undanförnum árum. Stutt í alla almenna þjónustu og útivist. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er timburhús, byggt árið 2004. Eignin skiptist í íbúð 108.5 m² og bílskúr 27.7 m², samtals 136.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og hol, bílskúr og geymsla.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi,
gólfhiti.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr stofu út á timburverönd til suðurs.
Eldhús, helluborð og háfur/vifta, Gorenje ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Hol liggur við alrými að öðrum rýmum eignarinnar,
Herbergi I, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur, harðparket á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur, harðparket á gólfi.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur, harðparket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, upphengt salerni og sturta, gluggi,
gólfhiti er á baðherbergi.
Þvottahús, flísar á gólfi, skolvaskur.
Bílskúr og geymsla, flísar á gólfi, innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi, geymsla er innst í bílskúr, útgengt er út í bakgarð, upptekið loft er í bílskúr.
Rafmagnstafla og inntök eru í bílskúr. Opnanlegt er inná loft frá bílskúr.
Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð að innan- og utanverðu á undanförnum árum, meðal annars:Allar innréttingar voru endurnýjaðar, eldhúsinnrétting, vaskinnrétting og fataskápar. Húsið allt málað að innan. Allar vatnslagnir endurnýjaðar (ekki frárennsli).
Öll gólfefni íbúðar voru endurnýjuð, harðparket frá Birgisson, nýjar innihurðar, Eldhús og baðherbergi var endurnýjað í heild sinni. Gólfhiti lagður í anddyri og baðherbergi.
Timburverönd smíðuð ásamt skjólveggjum, heitur pottur fyrir 4-6 frá heitirpottar.is. Húsið drenað. Þak var endurnýjað 2023, aluzink, einangrun og pappi á íbúð og bílskúr,
ásamt vatnsbretti á þremur stöðum og öndun aukin.
Bogatún 18-20 er timbur parhús á einni hæð klætt að utan með standandi viðarklæðningu, járn á þaki, timburgluggar og hurðar. Möl er í plani framan við húsið, pláss fyrir þrjár bifreiðar.
Timburverönd með heitum potti er aftan við húsið (suður), skjólveggir, baklóð er afgirt.
Ekki er starfrækt húsfélag í eigninni, sér hitaveitumælir er í hvorri íbúð.
Lóð er 398.8 m² leigulóð í eigu Rangárþings Ytra.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 227-6179. Bogatún 18.Stærð: Íbúð 108.5m². Bílskúr 27.7 m² Samtals 136.2 m².
Brunabótamat: 62.700.000 kr.
Fasteignamat: 49.900.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 55.900.000 kr.
Byggingarár: 2004.
Byggingarefni: Timbur.