Falleg og björt íbúð á efstu hæð í þriggja hæða húsi í Vogahverfi í Reykjavík* Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og húsið fengið gott viðhald
* Göngufæri í alla helstu þjónustu
* Útsýni
* Birt stærð skv. HMS er 93,9m2
Nánari upplýsingar veitir
Auður Ýr Jóhannsdóttir a.lgf. í síma 897-0900 eða á audur@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
*palssonfasteignasala.is**verdmat.is*Nánari lýsing:Forstofa er teppalagður stigi upp í íbúð.
Hol/gangur með parket á gólfi. Rúmgóður skápur. Útgengi á litlar svalir.
Stofa og borðstofa með parket á gólfi.
Eldhúsið er með parket á gólfi og nýlegri innréttingu með innbyggðum ísskáp, frysti og uppþvottavél.
Baðherbergi með flísum á gólfi og vegg, snyrtileg innrétting og walk-in sturta.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með parket á gólfi og góðu skápaplássi.
Tvö barnaherbergi með parket á gólfi og lítill skápur í öðru þeirra. Hægt að nota sem skrifstofu, fataherbergi eða barnaherbergi fyrir yngri börn.
Geymsla í kjallara.
Þvottahús í kjallara.
Íbúðin er í hinu rótgróna Vogahverfi í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu á borð við matvörubúð, apótek, bensínstöð, leikskóla og grunnskóla. Jafnframt er stutt í fallega náttúru Laugardals og Elliðaárdals.Skólar og leikskólar í göngufæri, sundlaug og líkamsræktarstöð.
Góð ráð fyrir kaupendur&SeljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.