Fasteignasalan TORG kynnir: Sérlega glæsilegt 6 herbergja parhús með útsýni yfir Nauthólsvík, Öskjuhlíð, Perluna, og Háskólan í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, með risi og bílskúr, alls 232,2fm. Húsið er með tvö baðherbergi, 4 svefnherbergi, þvottaherbergi og geymslu, bílskúr, skráður þar af 24,9fm og rúmgott aðalrými með tvennar stofur, borðstofu og eldhúsi ásamt tveimur svölum og glæsilegum garði með sólpalli. Allar nánari uppl. veitir Sigurður Gunnlaugsson fasteignasali í GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.is Sækja söluyfirlit HÉRNánari lýsing: Komið er inn í forstofu á millihæð, sem er opin og björt með útgengi út í afgirtan garð, sólpall. Sérlega fallegur stigi er á milli hæð með fallegum þakglugga sem veitir mikla birtu inn í húsið.
Jarðhæð skiptist í 3 svefnherbergi, ásamt aðalbaðherbergi. Innan gengt er í bílskúr af gangi. Einnig er þvottaherbergi hálfa hæð niður frá gangi jarðhæðar ásamt geymslu.
Aðalhæð: Opin og björt með miklu útsýni yfir Öskjuhlíðina, Perluna, yfir Nauthólsvík. tvennar stofur, skiptast í betri stofu og sjónvarpsstofu með útgengi á norður svalir. Opið er yfir í borðstofu og eldhúsið, með útgengi úr borstofu út á suður svalir. Gestasalerni með sturtuklefa.
Efri hæð, ris-hæð: Er að hluta til undir súð, fallega bogaregnar svalir yfir aðalrými hússins, fallegri gluggar eru til norðurs með útsýni yfir Nauhólsvík, Öskjuhlíð. Gott herbergi með góðum gluggum til suðurs.
Garðurinn er í suður, skjólsæll og afgiritu. Fallega hannaður með stuðlabergi, palli úr harðviði og útiljósum. Heimkeyrsla er hellulögð, aðkoman er einstaklega fallega hönnuð.
Samantekt: Hér er um einstaka eign að ræða, fjölskylduvænt hús sem hefur fengið gott og reglulegt viðhald í gegnum tíðina. 4 svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð aðalhæð með miklu útsýni yfir Nauthólsvík, Öskjuhlíð og Perluna. Stofan björt og opin, borðstofa og eldhús ásamt svölum.
Allar nánari Upplýsingar og bókun skoðunar hjá Sigurði Gunnlaugssyni fasteignasala í GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.