Fasteignaleitin
Skráð 5. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Vesturhús 20

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
338.5 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
220.000.000 kr.
Fermetraverð
649.926 kr./m2
Fasteignamat
119.900.000 kr.
Brunabótamat
117.950.000 kr.
Mynd af Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Jóhanna Kristín Tómasdóttir
löggiltur fasteignasali
Byggt 1994
Þvottahús
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2041292
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: Fallegt og fjölskylduvænt tvíbýli, annars vegar 247,6 fm íbúð á efri hæð og hluti af jarðhæð, þar af 33,3 fm bílskúr, og önnur 3ja herbergja 90,9 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi  á sér fasteignanúmeri, samtals 338,5 fm. Sameiginlegt fasteignamat beggja íbúðanna fyrir 2026 er kr. 193.150.000. Mikil lofthæð og stórir gluggar á efri hæð sem hleypa inn mikilli birtu í stofu og eldhús. Hleðslustöð fylgir stærri íbúðinni og hitalagnir eru í stétt við inngang. Húsið er staðsett syðst í hlíðum húsahverfis í Grafarvogi, í fallegu og grónu umhverfi og með stórkostlegt útsýni til suðurs, allt frá Bláfjöllum og út á sundin. Húsaskóli, sundlaug, 2 leikskólar og skíðabrekka í næsta nágrenni. Sérstakt og fallegt hús sem vert er að skoða. Bókið skoðun og fáið nánari upplýsingar hjá Jóhönnu Kristínu Tómasdóttur, lgfs. í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Nánari lýsing: Húsið er steinsteypt og byggt 1994. Það skiptist í tvær íbúðir og stærri íbúðin er pallaskipt. Fyrst er forstofa, forstofuhol, 2 svefnherbergi og baðherbergi og þvottahús, þaðan sem er innangengt í bílskúr. Gengið upp 5 þrep og komið í stofu og eldhús. Gengið niður stiga úr forstofuholi og þaðan er komið í millirými sem tengir saman hjónaherbergi með fataherbergi, salerni og annað barnaherbergi (gluggalaust). Hin íbúðin er 3ja herbergja á jarðhæð með sérinngangi og skiptist í forstofu, þvottaherbergi, sjónvarpshol, stofu, baðherbergi og 2 svefnherbergi. Sér bílastæði fylgir þeirri íbúð austan við húsið. Gengið er niður steyptar tröppur að íbúðinni, austan við húsið.
Stærri íbúðin:
Forstofa:
Með flísum á gólfi og fjórföldum fataskáp. Þvottahús á hægri hönd þaðan sem er innangengt í bílskúr.
Þvottahús: Ágætlega rúmgott með plastparketi á gólfi. Innangengt í bílskúr með geymsluaðstöðu í gryfju og háalofti.
Baðherbergi: Mjög rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðkari og sturtuklefa. Skúffuinnrétting við vask. Auk þess er hár skápur og annar lægri við vegginn á móti. Innfelld lýsing að hluta.
Svefnherbergin: Tvö svefnherbergi, ágætlega rúmgóð bæði með fataskápum og háum rúmum. Harðparket á gólfi.
Sjónvarpshol: Á millipalli með flísum á gólfi. Tengi fyrir gervihnattamóttakara. Útgengt á svalir og yfirbyggðan pall.
Eldhús/stofa/borðstofa: Stórt opið og bjart rými með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Sprautulökkuð eldhúsinnrétting með eyju og góðu skápaplássi. Flísar á gólfi eldhúss. Granít borðplötur og granít á vegg við vask. Stofan er mjög björt og rúmgóð með viðarpanel á hluta veggs. Harðparketi á gólfi. Útgengt á svalir.
Jarðhæð: Gengið niður úr forstofuholi. Á jarðhæð er millirými, sem nýtt er sem skrifstofa, tvö svefnherbergi og snyrting.
Hjónaherbergi: Með litlum glugga og góðu fataherbergi innaf.
Barnaherbergi: Mjög rúmgott herbergi, gluggalaust en með lofttúður í loftinu.
Snyrting: Með salerni, vaski og lítilli innréttingu.
 
Séríbúð á jarðhæð, 90,9 fm:
Forstofa:
Með flísum á gólfi. Innangengt í þvottahús.
Sjónvarpshol: Tengir forstofu og aðalrými íbúðarinnar. Tengi fyrir gervihnattamóttakara.
Stofa: Með gólfsíðum frönskum gluggum á þrjá vegu og útgengi út í sameiginlegan garð. Plastparket á gólfi.
Eldhús: Með hvítri innréttingu og rými fyrir eldhúsborð. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, innbyggðum hillum og lítilli innréttingu við vask. Salerni, vaskur, vaskaskápur, blöndunartæki og sturtugler endurnýjað fyrir ca. 5 árum. Svefnherbergi: 2 rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, annað með stórum fataskáp. Plastparket á gólfi.
Þvottahús/geymsla: Innaf forstofu með náttúruflísum á gólfi.
Bílastæði: Sér bílastæði fylgir aukaíbúðinni austan við húsið.
Garður: Gróinn suðurgarður.
Viðhald: Nýlega voru frárennslislagnir lagðar úr eldhúsi og þvottahúsi á neðri hæðinni út í brunn. Raflagnaefni var endurnýjað fyrir tveim árum. Múr var lagfærður og húsið málað að utan nýlega.
Íbúðin getur selst fullbúin.
Einstakt tækifæri til að eignast tvíbýlishús í heilu lagi. Tvö fasteignanúmer og miklir leigumöguleikar á frábærum stað í jaðri suðurhlíða Grafarvogs. Göngustígar í allar áttir og stutt í skóla og leikskóla. Víðátturmikið útsýni yfir borgina. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs. Í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari
ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/06/201446.000.000 kr.39.500.000 kr.247.6 m2159.531 kr.Nei
14/02/201343.700.000 kr.39.000.000 kr.247.6 m2157.512 kr.Nei
29/05/200944.380.000 kr.59.900.000 kr.247.6 m2241.922 kr.Nei
30/06/200636.640.000 kr.49.700.000 kr.247.6 m2200.726 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1994
33.3 m2
Fasteignanúmer
2041292
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ystasel 27
Bílskúr
Skoða eignina Ystasel 27
Ystasel 27
109 Reykjavík
334.5 m2
Einbýlishús
1046
628 þ.kr./m2
210.000.000 kr.
Skoða eignina Gerðarbrunnur 15
Bílskúr
Gerðarbrunnur 15
113 Reykjavík
368.1 m2
Einbýlishús
736
614 þ.kr./m2
226.000.000 kr.
Skoða eignina Þingasel 10
Skoða eignina Þingasel 10
Þingasel 10
109 Reykjavík
314.8 m2
Einbýlishús
824
727 þ.kr./m2
229.000.000 kr.
Skoða eignina Ystasel 27
Bílskúr
Skoða eignina Ystasel 27
Ystasel 27
109 Reykjavík
334.5 m2
Einbýlishús
1238
628 þ.kr./m2
210.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin