LIND Fasteignasala, Ragnhildur Finnbogadóttir, lgfs & Andri Freyr Halldórsson aðstm.fs. kynna til sölu:
Fallega og bjarta, fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð með bílskúr og suður svölum í fjölbýlishúsi með fjórum íbúðum við Sæviðarsund 29, 104 Reykjavík.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 118,6 fm og skiptist í 86,2 fm íbúð og 32,4 fm bílskúr.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Andri Freyr Halldórsson, aðstm. fasteignasala, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og svalir.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Stofa & borðstofa: eru samliggjandi og rýmið rúmgott og bjart, með harðparketi á gólfi.
-Útgengt er úr stofu út á suður svalir.
Eldhús: er með hvítri eldhúsinnréttingu með viðarborðplötu og flísum á milli efri og neðri skápa. Spanhelluborð með innfelldum gufugleypi fyrir ofan og bakaraofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: flísalagt hólf í gólf. Með baðkari með sturtu aðstöðu, handklæðaofni, upphengdu salerni, innréttingu með vaski og speglaskáp fyrir ofan.
Hjónaherbergi: rúmgott, með rúmgóðum fataskáp. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi 1: með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi 2: með harðparketi á gólfi.
Bílskúr: 32,4 fm að stærð.
Geymsla: 9,2 fm, staðsett í sameign. Innangengt er úr geymslu yfir í bílskúr.
-Fermetrafjöldi geymslunnar er ekki inn í heildar fermetrafjölda eignarinnar.
Þvottahús: sameiginlegt snyrtilegt þvottahús og vagna og hjólageymsla eru í sameign.
Þær framkvæmdir sem hefur verið farið í síðastliðin ár skv. seljanda:
2018 - Nýtt rafmagn lagt í íbúð og skipt um alla tengla.
2019 - Eldhús endurnýjað. Innréttingar og tæki úr Ikea. Flísar úr Álfaborg.
2020 - Baðherbergi endurnýjað. Flísar úr Álfaborg. Innrétting úr Ikea og tæki úr Tengi.
2021 - Nýtt harðparket úr Birgisson lagt á alrými og svefnherbergi.
2023 - Húsið málað að utan.
Sæviðarsund 29 er vel staðsett eign í vinsælu hverfi í Laugardalnum í Reykjavík, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, eins og t.d. skóla, leikskóla, verslanir, sund, líkamsrækt, heilsugæslu.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Andri Freyr Halldórsson, aðstm. fasteignasala, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum:
Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma & Vodafone.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.