Fasteignaleitin
Opið hús:01. maí kl 15:00-15:40
Skráð 28. apríl 2025
Deila eign
Deila

Skaftahlíð 36

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
158.4 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
118.500.000 kr.
Fermetraverð
748.106 kr./m2
Fasteignamat
99.250.000 kr.
Brunabótamat
64.680.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1956
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2013624
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta.
Frárennslislagnir
Fráveitulagnir að utan 2015, skólp endurnýjað út í götu 2015
Svalir
Lóð
32,83
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
- Lúin eldhúsinnrétting (hurðin á hornskápi biluð)
- Hurð inná baði læsist illa
- Svalahurð í hjónaherbergi, þarf að skella til að loka
- Baðherbergisinnrétting orðin lúin
- Parketið í minna barnaherbergi er lúið og skemmt í einu horni
- Parketið í stærra barnaherbergi er lúið
- Gluggi inni á baði lokast ekki alveg
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða 158,4fm, 6 herbergja hæð með sérinngangi og 2 svölum á 1. hæð ásamt bílskúr í fallegu húsi teiknuðu af Sigvalda Thordarsyni arkitekt að Skaftahlíð 36, 105 Reykjavík. Húsið er steinsteypt, kjallari, tvær hæðir og þakhæð. 4 íbúðir eru í húsinu, ein á hverri hæð. Bílskúr er steinsteyptur, 29,8fm með rafmagni og hita. Sérbílastæði fyrir framan bílskúr. Uppsett rafmagnshleðslustöð á útvegg bílskúrs. Gluggar á bílskúr snúa út í garð. Afar falleg hæð í vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í lokuðum botnlanga með skóla á öllum stigum í nágrenninu, fjölbreyttri nærþjónustu ásamt útivistarperlunum Klambratúni, Öskjuhlíð og Nauthólsvík í göngufæri.

Bókið skoðun hjá hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is

Eignin skiptist í 114,8fm, 5 herbergja íbúðarhæð. 2 samliggjandi stofur, 3 svefnherbergi, anddyri, hol, eldhús, gangur, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Möguleiki er að færa eldhús inn í stofu og bæta þar með við 4 svefnherberginu í hæðinni. Útgengt út á vestur svalir með tröppum niður í stóran fallegan tyrfðan og gróin garð með niðurgröfnu trampolíni.
Í kjallara í sameign er svo 10,7fm herbergi (skráð sem geymsla), salerni og geymsla með vask. Mögulega hægt að útbúa sturtuherbergi (Þarf þá að færa rafmagnstöfluna fram í sameignargang).


Framkvæmdir síðustu ára:
2015: 
- Fráveitulagnir að utan og skólp endurnýjað
2017:
- Rafmagn yfirfarið.
- Nýir skápar á gangi og hjónaherbergi.
- Parket slípað á gangi og stofu.
- Ný blöndunartæki á baði vaskur og sturta.
- Ný blöndunartæki í eldhús.
- Nýtt helluborð.
- Nýr ofn
2018:
- Klósett sett upp í kjallara.
- Vaskur settur upp og tengdur í kjallara.
2019:
- Nýtt parket á hjónaherbergi (harðparket)
- Hitaveitulagnir endurnýjaðar að innan haust
2021:
- Rafmagnshleðslustöð sett upp og tengd.
- Nýr bílskúrshurðaopnari.
- Rafmagnstafla í bílskúr endurnýjuð.
2024:
- Útiljós endurnýjuð ásamt raflögnum.

Nánari lýsing:
Aðalhæð:

Anddyri: Komið inn í anddyrir um sérinngang. Flísar á gólfi
Hol: Tengir saman anddyri, stofur, eldhús og herbergjagang.
Stofa: Falleg, rúmgóð og björt. Samliggjandi og opin við borðstofu. Útgengt út á rúmgóðar svalir til vesturs um afar fallega vængjahurð með skrautgleri. Stigi af svölum niður í garð. 
Borðstofa: Falleg, rúmgóð og björt, samliggjandi og opin við stofu. Möguleiki á að færa eldhús inn í borðstofu og fá þá 4 svefnherbergið.
Gangur: Gengið í herbergin þrjú ásamt baðherbergi úr gangi. Innbyggður 6 falldur skápur. Gott skápapláss. Skápur var endurnýjaður árið 2017, bæði innvols og skápahurðar.
Herbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi. Útgengt út á svalir.
Herbergi II: Gott barnaherbergi.
Herbergi III: Gott barnaherbergi.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum og borðkrók. Flísar á vegg milli skápa. Ofn og helluborð voru endurnýjuð árið 2017. Háfur fyrir ofan helluborð. Aðstaða fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Bað með sturtu, handklæðaofn ásamt baðinnréttingu með skápum og skúffum, vask og speglaskáp fyrir ofan vask.

Kjallari:
Herbergi IV:
10,7fm. Gott unglingaherbergi eða útleiguherbergi. Gluggi með opnanlegu fagi. Skráð sem geymsla skv. teikningu og skráningu í fasteignayfirliti.
Salerni: Séreign eignar. Klósett og vaskur.
Geymsla: 2,3fm með vask og upphengdum hillum. Aðal rafmagnstafla húss er í geymslunni. Kvöð um aðgengi. Vilji til að færa aðaltöflu fram á sameignargang í húsinu. Mögulega hægt að breyta þá í sturtuherbergi.

Bílskúr: 29,8fm með rafmagni og hita. Bílskúrsdyraopnari endurnýjaður árið 2021. Gluggar sem snúa inn í garð. Sér bílastæði fyrir framan bílskúr. Rafmagnshleðslustöð uppsett og tengd árið 2021.

Sameign: Lítil sameign. Í sameign allra er hitagrindarherbergi merkt 0007, stigagangur merktur 0008 og sorpgeymsla merkt 0009. 
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús með 2. hæðinni merkt 0006. Rúmgott með séraðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengdar þvottasnúrur.
Lóð: Húsið stendur á fallegri og gróinni 912,0fm lóð. Tyrfð af stórum hluta og með fallegum stórum trjám. Steypt og hellulagt fyrir framan hús. Niðurgrafið sameiginlegt trampolín í garði.

Hiti og rafmagn:
4 heitavatnsmælar og 5 rafmagnsmælar eru í húsinu. Sér rafmagns og hitamælir fyrir hverja séreign ásamt sér rafmagnsmæli fyrir sameign. Rafmagnsmælar og inntak rafmagns er staðsett í geymslu eignar merkt 0005. Hitavatnsmælar og inntök vatns eru í hitaklefa sameignar merkt 0007. Sér orkumælar fyrir hita og rafmagn í bílskúr.

Staðsetning og nærumhverfi:
Eignin er staðsett í lokaðri götu í vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í Hlíðunum, stutt frá Háteigsskóla og Ísaksskóla. Í Hlíðunum eru 8 leikskólar, Stakkaborg og Klambrar eru t.d næstu leikskólar. Tækniskólinn og Kennaraháskólinn eru þá einnig rétt hjá í nokkra skrefa fjarlægð.  Stutt er í alla helstu verslun og þjónustu s.s. eins og í Kringluna, Múlana, miðbæjarins og Skeifunar. Skólar á öllum stigum í nágrenninu, íþróttasvæði Reykjavíkurstórveldisins Vals að Hlíðarenda ásamt útivistarparadísum eins og Öskjuhlíðinni, Klambratúni og Nauthólsvík. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/08/201746.500.000 kr.58.000.000 kr.158.4 m2366.161 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1956
29.8 m2
Fasteignanúmer
2013624
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.930.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skipholt 1
Skoða eignina Skipholt 1
Skipholt 1
105 Reykjavík
99.2 m2
Fjölbýlishús
312
1249 þ.kr./m2
123.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 1
Skoða eignina Skipholt 1
Skipholt 1
105 Reykjavík
98.7 m2
Fjölbýlishús
312
1245 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Bríetartún 11
Skoða eignina Bríetartún 11
Bríetartún 11
105 Reykjavík
107 m2
Fjölbýlishús
322
1000 þ.kr./m2
107.000.000 kr.
Skoða eignina Bríetartún 11
Skoða eignina Bríetartún 11
Bríetartún 11
105 Reykjavík
122.9 m2
Fjölbýlishús
322
943 þ.kr./m2
115.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin