STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 147,7 fermetra 5 herbergja endaíbúð á jarðhæð með stórri verönd til suðurs, sér stæði í lokaðri bílageymslu í vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu við Löngulínu 7 í Garðabæ. Sameignin er öll til fyrirmyndar, snyrtilegur stigagangur, góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi. Fallegar göngu- og hjólastígar um hverfið meðfram sjónum og frábært útivistarsvæði í nágrenni. Langalína 7, 210 Garðabær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 227-3625 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*- Mjög góð staðsetning í Sjálandinu í Garðabæ.
- Eign fyrir stóra fjölskyldu, einstaklega rúmgóð.
- Barnvænt hverfi Sjálandsskóli í 50 metra fjarlægð.
- Fallegar gönguleiðir, stutt á ylströndina og í alla þjónustu.
Íbúðin er mjög björt og vel skipulögð með 4 svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi og stórri stofu með útgengi á stóra verönd til suðurs og þaðan á lóð.
Búið er að taka niður vegg sem skyldi eldhúsið frá stofu sem gerir eignina mun skemmtilegri og opnari fyrir bragðið. Sér stæði í bílageymslu og er það mun breiðara og stærra en venja er, þar sem það er ætlað fyrir fatlaða. Komið er og lyfta gengur frá bílageymslu upp á íbúðahæðir hússins.
Virkilega vel skipulögð, björt og falleg íbúð á góðum stað með sér verönd út af stofu.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali , í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*Lýsing eignar:Forstofa: Vínilparket á gólfi og fataskápar.
Þvottaherbergi: Flísalagt gólf, vaskur, hillur og vinnuborð með vélum undir borði.
Hol: Vínilparket á gólfi.
Svefngangur: Vínilparket á gólfi.
Svefnherbergi I: Vínilparket á gólfi og með fataskáp.
Svefnherbergi II: Vínilparket á gólfi og með fataskáp.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með fataskápum á heilum vegg, vínilparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, innrétting og hornbaðkar með sturtuaðstöðu.
Eldhús: Vínilparket á gólfi, hvít innrétting með tengi fyrir uppþvottavél. Eyja með góðri vinnuaðstöðu, spanhelluborði og skápum beggja megin. Mjög góð vinnuaðstaða er í eldhúsi.
Stofa/ borðstofa: Mjög stórt og opið alrými ásamt eldhúsi, rýmið er allt mjög bjart, vínilparket á gólfi. Útgengi á skjólsæla verönd til suðurs.
Sjónvarpshol: Vínilparketlagt, rúmgott og opið við stofu með rennihurð til að loka af frá stofu.
Svefnherbergi III: Innaf sjónvarpsholi er rúmgott herbergi með vínilparket á gólfi og skáp.
Sérgeymsla innan sameignar: 7,7 fermetrar að stærð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: Með útgengi á lóð.
Sér bílastæði í bílageymlu: Í kjallara hússins er mjög rúmgott og bílastæði á góðum stað í bílageymslunni. Búið er að leggja rafmagn fyrir rafbíla. Bílageymslan er mjög snyrtileg og björt með þvottaaðstöðu fyrir bíla og var öll máluð að innan árið 2020.
Húsið að utan: Var allt viðgert árið 2019 og málað að utan árið 2020 og er í góðu ástandi.
Góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi.Staðsetning eignarinnar er mjög góð á rólegum stað í Sjálandinu í Garðabæ. Sjálandsskóli er í 50 metra fjarlægð, stutt á ylströndina, í fallegar gönguleiðir og alla þjónustu. Falleg náttúra og góðar gönguleiðir. Húsið er við hliðina á Jónshúsi sem er félags- og þjónustumiðstöð. Hjóla- og vagnageymsla og sérmerkt bílastæði íbúðar í bílakjallara. Búið að setja upp tengi fyrir rafhleðslustöð. Sameignin öll til fyrirmyndar, sameiginlegur inngangur og lyfta í sameign.
Góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi.
Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi? Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.