Fasteignaleitin
Opið hús:06. ágúst kl 17:30-18:00
Skráð 1. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Úthlíð 12 efri hæð

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
184.1 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
154.900.000 kr.
Fermetraverð
841.391 kr./m2
Fasteignamat
122.300.000 kr.
Brunabótamat
87.500.000 kr.
Mynd af Jórunn Skúladóttir
Jórunn Skúladóttir
Lögg. fasteignasali
Byggt 1951
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2012999
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Raflagnir
sjá upplýsingaskjal seljanda
Frárennslislagnir
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Gluggar / Gler
Sjá upplýsingaskjal seljanda
Þak
Sjá ástandsskýrslu
Svalir
suðursvalir
Lóð
30,52
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Háborg ehf, Jórunn Skúladóttir lgf og Katla Hanna Steed lgf  kynna stóra og glæsilega efri hæð á besta stað við fallega götu í norður Hlíðunum.  Íbúðarrýmið er 154,7 fm og  innréttuð aukaíbúð í bílskúr er 29,4 fm. Samtals 184,1 fm. Stórar yfirbyggðar suðursvalir með gólfhita eru á suðurhlið og opnar til vesturs, litlar svalir á austurhlið og svalir í sameign á norðurhlið.
Glæsilegar tvær stofur, 3 rúmgóð og björt svefnherbergi tvö þeirra með útgengi á svalir, bjart stórt eldhús hannað af Rut Káradóttur, baðherbergi með glugga og fallega innréttað, einnig er snyrting í holi og forstofa. 

Árið 2014 var húsið endursteinað, þakkantar endursteyptir eftir þörfum, nýjar tröppur og handrið steypt við aðalinngang ásamt því að gler og gluggar voru endurnýjaðir að stærstum hluta. Þá var þakið yfirfarið og málað og drenlagnir lagðar meðfram öllum hliðum hússins. Sjá upplýsingaskjal seljanda.

Allar frekari upplýsingar gefa Jórunn Skúladótir s:845-8958, jorunn@haborg.is og Katla Hanna Steed s: 822-1661, katla@haborg.is


Nánari lýsing. Húsið er fjórbýlt. Sameiginlegur inngangur er með risíbúð. Gengið er upp fallegar upprunalegar tröppur á bjartan stigapall lagðan parketi með fiskibeinamynstri.  Komið er í bjarta forstofu með stórum glugga.  Á vinstri hönd er gott barnaherbergi með útgengi á litlar austursvalir.  Á hægri hönd er björt og stór stofan með fallegum bogaglugga sem setur mikinn svip á rýmið. Næst er borðstofa skv. teikningu sem nú er notuð sem sjónvarpsstofa.   Hún opnast út á yfirbyggðar svalirnar.  Upprunalegar franskar gler rennihurðar eru á milli forstofu, stofu, borðstofu og stofu.  Rósettur og loftlistar í loftum gefa heillandi yfirbragð á hæðina. Forstofan tengist einnig gangi með glæsilegri gestasnyrtingu sem var yfirfarin árið 2021 og góðum innbyggðum skáp. Næst er eldhúsið sem er rúmgott og bjart, það var endurnýjað á mjög veglegan hátt árið 2000 skv. hönnun Rut Káradóttur.  Stál í borðum, stór Smeg gaseldavél, amerískur ísskápur, vínkælir og gert er ráð fyrir kaffivél í innréttingu. Úr eldhúsi er fallegt útsýni að Hallgrímskirkju og góður borðkrókur. Í lokuðum skáp er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.  Við hlið  eldhússins er minna barnaherbergi með glugga til norðurs.  Næst er baðherbergi sem einnig var endurnýjað skv. hönnun Rut Káradóttur árið 2000 það er með opnanlegum glugga, baðkeri með sturtu í og góðum skápum.  Næst er hjónaherbergið sem er rúmgott með heillandi upprunalegum innréttingum og útgengi á yfir byggðar svalirnar.  Það er jafnfram við hlið borðstofunnar, en segja má að eignin er hönnuð í hring, með því nýtast allir íbúarfermetrar vel.

Eikarparket frá árinu 1997 er á öllum rýmum nema votrýmum þar sem eru flísar.

Studioíbúð var innréttuð í bílskúrnum árið 2003.  Hún er björt með góðum gluggum að framan og aftan, en bæði er hurð að framanverðu og baka til út í garð á góðan pall til suðurs.  Baðherbergi er með sturtu og stórum opnanlegum glugga.
Í kjallara er 5,5 fm geymsla íbúðarinnar sem jafnframt er inntaksrými, en íbúðarfermetrar á hæð eru 149,2.

Einstaklega heillandi og glæsileg hæð á þessum vinsæla stað í hlíðunum, örstutt er í Ísaksskóla, stutt göngufæri í miðborgina og í Kringluna að ógleymdu Klamratúni svo eitthvað sé nefnt.

Í húsinu er virk húsfélag. Mánaðargjöld kr 29.510-. Ekki eru fyrirhugaðar eða yfirstandandi framkvæmdir.

Allar frekari upplýsingar gefa Jórunn Skúladóttir s.845-8958, jorunn@haborg.is eða Hanna Katla Steed s:822-1966, katla@haborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1951
29.4 m2
Fasteignanúmer
2012999
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.050.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Víðihlíð 41
Skoða eignina Víðihlíð 41
Víðihlíð 41
105 Reykjavík
201.5 m2
Raðhús
613
794 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Laugaborg 301
Skoða eignina Laugaborg 301
Laugaborg 301
105 Reykjavík
126.2 m2
Fjölbýlishús
322
1228 þ.kr./m2
155.000.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 62
Skoða eignina Skipholt 62
Skipholt 62
105 Reykjavík
211.2 m2
Hæð
423
757 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 (607)
Bílastæði
Laugavegur 168 (607)
105 Reykjavík
228.6 m2
Fjölbýlishús
423
739 þ.kr./m2
169.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin