Fasteignaleitin
Opið hús:15. júlí kl 17:30-18:00
Skráð 9. júlí 2025
Deila eign
Deila

Hvassaleiti 103

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
228.3 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
656.592 kr./m2
Fasteignamat
129.850.000 kr.
Brunabótamat
99.600.000 kr.
Mynd af Hólmar Björn Sigþórsson
Hólmar Björn Sigþórsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1962
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2031979
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
4
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar.
Raflagnir
Upprunalegar.
Frárennslislagnir
Upprunalegar.
Gluggar / Gler
Upprunalegir.
Þak
Þarfnast lagfæringar.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðvestur sólpallur á baklóð.
Upphitun
Hitaveita / Upprunaleg.
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Lekið hefur með skorstein. 
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu:

Eitt af glæsilegri raðhúsum við Hvassaleiti í Reykjavík. Húsið er byggt 1962 og hannað af Gunnari Hanssyni arkitekt sem þótti djarfur og í senn rómantískur í hönnun sinni og bera verk hans með sér ákveðinn léttleika og fágun sem njóta sín vel í þessu húsi.  Hvassaleiti 103 er fallegt og vel skipulagt 228,3 fermetra raðhús sem telur fjórar hæðir á pöllum. Húsið er staðsett innarlega í botngötu og öll helsta þjónusta er í göngufæri, s.s. verslun, skólar o.fl. Hús sem þessi koma sjaldan í sölu. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Eignin skiptist í anddyri, hol, gestasalerni, stofu / borðstofu, svalastofu, eldhús, svefnherbergisgang, fimm svefnherbergi, baðherbergi, í kjallara með sérinngagni er þvottahús, geymslur og eitt af svefnherbergjunum, bílskúr.

Nánari lýsing:
Anddyri: Komið inn í flísalagða forstofu. 
Hol: Úr forstofu er komið inn í hol með fataskáp, marmaraflísar á gólfi. 
Gestasnyrting: Inn af holi, vaskur, skápur, flísar á gólfi og veggjum að hluta. 
Stofa / borðstofa: Úr holi er gengið upp í stóra og bjarta stofu / borðstofu með mikilli lofthæð. Komið er upp í borðstofuna sem er á neðri palli og þaðan gengið upp í stofu. Milli borðstofu og stofu er glæsilegur arinn hannaður af Gunnari Einarssyni innanhússarkitekt, parket á gólfi.
Svalastofa: Bætt hefur verið við stofu með því að byggja yfir stórar svalir ca. 22,5 fermetra svalastofu með opnanlegum gluggum sem snúa út í garði, marmaraflísar á gólfi. 
Eldhús: Úr borðstofu er gengið inn í eldhús með upprunalegri innréttingu, bakaraofn og helluborð, flísar milli skápa, borðkrókur, parket á gólfi. 
Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi. 
Svefnherbergi: Úr holi er gengið niður flísalagðar tröppur á neðri hæð þar sem eru þrjú svefnherbergi. Inn af holi er forstofuherbergi og í kjallara er svefnherbergi með sérinngangi. 
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi, útgengt út í garð með suðvestur sólpalli, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 með teppi á gólfi.
Svefnherbergi 3 með fataskáp, parket á gólfi. 
Forstofuherbergi 4 með dúk á gólfi.
Svefnherbergi 5 í kjallara með dúk á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi, innbyggður speglaskápur, baðker, flísar á gólfi og veggjum að hluta. 
Kjallari: Komið er niður í kjallara með sérinngangi. Þar er svefnherbergi, þvottahús og geymslur, dúkur á gólfi.
Bílskúr: Birt stærð 21,6 fermetrar, hiti, kalt vatn, borð og hillur, ómálað gólf. 
Lóð: Framan við húsið eru steyptar tröppur og steypt innkeyrsla, á baklóð er fallegur gróinn garður með suðvestur sólpall. 
Húsið: Er steypt og byggt 1962. Húsið er hluti af Hvassaleiti 113-101 sem eru sjö raðhús. 

Hvassaleiti tilheyrir Háaleiti og Bústöðum.  Eignin er vel staðsett, skjólsælt og gróið hverfi og úti­vist­ar­gildi svæð­is­ins er talsvert. Gott aðgengi er að hjóla- og göngustígum og öllum helstu stofnbrautum. Hverfið teng­ist gömlum og rót­grónum hverfum og mjög stutt í alla verslun og þjón­ustu.

Hér er um að ræða einstaka eign sem býður upp á fjölbreytta möguleika þar sem hægt er að leika sér með notagildið og fagurfræðina bæði innan og utandyra.  Sjón er sögu ríkari.

HÚSIÐ HEFUR VERIÐ Í EIGU EINNAR FJÖLSKYLDU. INNRÉTTINGAR ERU UPPRUNALEGAR OG ÁSTAND Á ÞAKI OG LÖGNUM EKKI FYLLILEGA ÞEKKT. KAUPENDUR ERU ÞVÍ HVATTIR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA MEÐ ÞAÐ Í HUGA OG LEITA SÉR AÐSTOÐAR FAGMANNS.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is. 

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2031979

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lautarvegur 12
Bílskúr
Skoða eignina Lautarvegur 12
Lautarvegur 12
103 Reykjavík
175.1 m2
Fjölbýlishús
423
913 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Bakkastaðir 29
Bílskúr
Opið hús:14. júlí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Bakkastaðir 29
Bakkastaðir 29
112 Reykjavík
175.3 m2
Einbýlishús
413
827 þ.kr./m2
145.000.000 kr.
Skoða eignina Úlfarsbraut 58
Bílskúr
Skoða eignina Úlfarsbraut 58
Úlfarsbraut 58
113 Reykjavík
191.3 m2
Parhús
624
740 þ.kr./m2
141.500.000 kr.
Skoða eignina Ásendi 3
Bílskúr
Skoða eignina Ásendi 3
Ásendi 3
108 Reykjavík
213.9 m2
Einbýlishús
625
649 þ.kr./m2
138.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin