Fasteignaleitin
Skráð 29. júlí 2025
Deila eign
Deila

Ennishvarf 29

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
336.6 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
238.500.000 kr.
Fermetraverð
708.556 kr./m2
Fasteignamat
204.850.000 kr.
Brunabótamat
116.550.000 kr.
JG
Jason Guðmundsson
hdl og lgf kt 250470-5929 jason@miklaborgis
Eignir í sölu
Byggt 2007
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2270155
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10101
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
1
Lóð
100.00
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir: Afar glæsilegt einbýlishús í Vatnsendahverfi innst í botnlangagötu. Húsið er skráð 336,6 fm eru tvær íbúðir í því auk stúdíóíbúðar í bílskúr. Auðvelt er að samnýta íbúðir í eina stóra. Lóðin er sérlega stór eða 1.171 fm og aðstaða fyrir 10-15 bíla á bílaplani við húsið . Húsið hefur verið mikið endurnýjað þar á meðal nýtt eldhús í aðalíbúð, baðherbergi, innihurðir og parket í báðum íbúðunum. Aðalíbúð á efri hæð er 5 herbergja með 4 svefnherbergjum og íbúð á neðri hæð er 3ja herbergja með 1-2 svefnherbergjum. Fjögur baðherbergi er í húsinu. Hús og lóð eru til fyrirmyndar. Eign sem gæti hentað stórfjölskyldum eða aðilum sem vilja hafa möguleika á útleigu. Staðsetning er mjög góð, skóli og leikskóli í hverfinu auk þess er helsta þjónusta handan við hornið eins og Bónus, World Class, Rebook fitness, veitingastaðir, læknar og önnur þjónusta. Skipti koma til greina á minna einbýli, rað eða parhúsi , nýlegu eða í góðu standi með minnst 4 svefnherbergjum.

Pantið einkaskoðun hjá Svan í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Komið inn í hol með tveimur útihurðum en gert er ráð fyrir því að hægt sé að skipta holinu upp og hafa sérinngang á efri- og neðri hæðina. Fataskápar eru í holinu. Aðalíbúð á efri hæð: Gengið upp stiga frá holi og komið inn í alrými. Rúmgóð stofa og borðstofa og þaðan er gengið út á stórar svalir. Inn af stofum er rúmgott eldhús með nýrri hvítri innréttingu og nýjum tækjum. Aðrar svalir eru út frá eldhúsi. Nýlegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, innrétting bæði með vask og veggskáp, upphengt salerni og "walk in" sturta með gleri. Gangur með þremur svefnherbergjum þar af tvö rúmgóð og eitt lítið, fjórða svefnherbergið er inn af stofu og er einnig mjög rúmgott, frá herberginu er útgengt út á svalir. Innangengt er í þvottahús og geymslu frá holi á neðri hæð. Þar eru nýlegar innréttingar með skápum, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur. Neðri hæð: Komið inn í stofu með útgengi út í garð. Innst er rúmgott eldhús með hvítri innréttingu og góðum tækjum. Úr eldhúsi er útgengt út á lokaðan sólpall. Nýlegt baðherbergi físlalagt í hólf og gólf, fallegt baðkar, sturtuhorn með glerhurðum, innrétting með vask og upphengt salerni. Rúmgott svefnherbergi er við inngang í íbúðina. Annað herbergi inn af stofu sem notað hefur verið sem fataherbergi. Garðskáli er inn af herberginu sem notaður hefur verið sem svefnherbergi. Í garðskálanum er einnig snyrtilegt baðherbergi með stutuaðstöðu, lítilli innréttingu með vask og salerni. Gólf garðskálans eru flísalögð og er hægt að ganga út í garð úr skálanum. Allar hurðir í báðum íbúðum eru nýjar og með felliþröskuldum. Nýtt harðparket er á báðum íbúðum. Stúdíóíbúð í bílskúr. Alrými með töluverðri lofthæð. Innst er eldhús og ágætis baðherbergi með sturtuklefa. Parket á alrými og eldhúsi en flísar á baðherbergisgólfi. Aðkoma að húsinu er sérlega þægileg og rúmgóð. Snjóbræðsla í bílaplani fyrir framan húsið. Auk þess er stórt steypt bílaplan norðanmegin við húsið. Ruslatunnugeymsla er við steypta planið og á baklóð eru tveir geymsluskúrar með rafmagni samtals um 16 fm ekki inni í fermetrastærð hússins, báðir með stórum hurðum. Lóðin er stór og falleg, grasflatir og tré á enda lóðarinnar. Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og þær endurbætur sem hafa farið fram er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni. Nýjar samþykktar teikningar liggja fyrir og er gert ráð fyrir morgunsólstofu 16,9 fm sunnan megin við húsið sem er óbyggð og verður húsinu skilað an hennar. Hér er um að ræða fallegt mikið endurnýjað einbýli sem nýtist fyrir eina eða fleiri fjölskyldur eða til útleigu að hluta. Staðsetning er í nálægð við helstu verslunar- og þjónustukjarna hverfisins og stutt er í skóla. Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ennishvarf 29
Ennishvarf.jpg
Skoða eignina Ennishvarf 29
Ennishvarf 29
203 Kópavogur
336.6 m2
Einbýlishús
846
709 þ.kr./m2
238.500.000 kr.
Skoða eignina Fróðaþing 40
Bílskúr
Skoða eignina Fróðaþing 40
Fróðaþing 40
203 Kópavogur
285.7 m2
Einbýlishús
735
770 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Skoða eignina Auðnukór 6
Bílskúr
Skoða eignina Auðnukór 6
Auðnukór 6
203 Kópavogur
344.9 m2
Einbýlishús
734
725 þ.kr./m2
250.000.000 kr.
Skoða eignina Gulaþing 21
Bílskúr
Skoða eignina Gulaþing 21
Gulaþing 21
203 Kópavogur
341.2 m2
Einbýlishús
724
759 þ.kr./m2
259.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin