Fasteignaleitin
Opið hús:12. ágúst kl 18:00-18:30
Skráð 7. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Guðnýjarbraut 11

EinbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær/Njarðvík-260
225.1 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
132.800.000 kr.
Fermetraverð
589.960 kr./m2
Fasteignamat
110.400.000 kr.
Brunabótamat
133.200.000 kr.
BH
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Byggt 2006
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2289335
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gott
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Gott
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Vel skipulagt og fallegt 6 herb einbýlishús á einni hæð að Guðnýjarbraut 11, I-Nj. Reykjanesbæ. Heildarfermetrafjöldi eignarinnar er 255,1 fm. Þar af er íbúðarhlutinn 189,2 fm og bílskúr 42,2 fm skv skráningu HMS. Húsið er byggt árið 2006 og er timburhús klætt steindri klæðningu sem er ígildi steins og er viðhaldslétt. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir sem hefur hvor um sig sér inngang, rúmgóð 2ja herbergja íbúð annarsvegar og 5 herbergja íbúð hins vegar. Heildareignin samanstendur því af fjórum svefnherbergjum. Sér þvottaaðstaða er fyrir hvora íbúð fyrir sig. Þá eru tvö góð eldhús ásamt stofum og borðstofu. Stór hellulögð suðurverönd með stórum heitum potti og skjólgirðingu. Eignin er nýlega endurnýjuð að hluta, m.a. er nýtt parket á gólfum og bæði baðherbergin eru nýlega uppgerð. Að sögn seljanda er ástand hússins gott og hefur það fengið reglubundið viðhald í gegnum árin,
Góðir útleigumöguleikar.
Stutt að ganga í skóla með sundlaug og íþróttahúsi. Þá er einnig stutt að ganga í leikskóla, útivistarsvæði og kirkju. Matvöruverslun og bakarí einnig í göngufæri. Frábærir gögnu- og hjólastígar meðfram ströndinni til Keflavíkur og eins upp á Stapa. Nánast út í Voga. 
Fasteignamat fyrir árið 2026 er 124.350.000,- kr.


Nánari lýsing eignarinnar:
2herb björt íbúð með gólfsíðum gluggum. Forstofa, með góðum fataskáp, flísum á gólfi og panel í lofti.
Baðherbergi er nýlega uppgert, með upphengdu salerni, góðri sturtuaðstöðu og er það flísalagt í hólf og gólf.
Gengið er beint inn í stofu og er svefnherbergi til hægri með góðum skápum en eldhús með hvítri innréttingu og borðstofa til vinstri. 
Úr stofu er útgengi út á stóra suður verönd með heitum potti
Nýtt parket er á allri ibúðinni fyrir utan forstofu og baðherbergi. Panill er í lofti. 

5herb rúmgóð og vel skipulögð íbúð. Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum skápum. Í forstofu er hólf fyrir þvottavél og þurkara. Inn af forstofu er eldhús með hvítri innréttingu, stórri eyju og flísum á gólfum.
Loftin eru klædd með hvítum panelplötum.
Úr eldhúsi er gangur og þaðan er gengið inn á stórt baðherbergi sem er nýlega uppgert og er það flísalagt í hólf og gólf. Rúmgóður sturtuklefi, baðkar, upphengt salerni og baðinnrétting. Gluggi er á baðherbergi.
Af ganginum er gengið inn í fjögur herbergi.
Einu herberginu hefur verið breytt í stofu og þaðan er útgengi út á suður verönd með heitum potti.
Mjög gott fataherbergi er inn af herberginu/stofunni. Góðir fataskápar eru í öllum herbergjum.
Parket er á gólfum nema flísar á baðherbergi, eldhúsi og forstofu.

Fallegar spónlagðar innihurðir eru í öllu húsinu.
Hurðir og gluggar eru úr plasthúðuðu áli.

Bílskúrinn er 42,2 fm, mjög snyrtilegur með innréttingum fyrir þvottavéla og þurkara. Þá eru í skúrnum góðir geymsluskápar. Gólfið er flísalagt og loft klætt með hvítum panilplötum.

BÓKIÐ SKOÐUN***********BOOK A VIEWING********UMÓW WIZYTE
Upplýsingar veitir Ólafur Árni lögg. fasteignasali í síma 6187272 eða olafur@hallir.is
og Heiða löggiltur fasteignasali í síma 7791929 eða heida@hallir.is.


Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/12/201848.100.000 kr.59.900.000 kr.225.1 m2266.103 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2006
42.2 m2
Fasteignanúmer
2289335
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hraunsvegur 2
Bílskúr
Skoða eignina Hraunsvegur 2
Hraunsvegur 2
260 Reykjanesbær
206.2 m2
Einbýlishús
63
654 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Tjarnabraut 30
Bílskúr
Skoða eignina Tjarnabraut 30
Tjarnabraut 30
260 Reykjanesbær
168.9 m2
Einbýlishús
524
739 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Huldudalur 9
Bílskúr
Opið hús:14. ágúst kl 17:00-17:30
Skoða eignina Huldudalur 9
Huldudalur 9
260 Reykjanesbær
171.7 m2
Raðhús
413
698 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Huldudalur 5
Bílskúr
Opið hús:14. ágúst kl 17:00-17:30
Skoða eignina Huldudalur 5
Huldudalur 5
260 Reykjanesbær
171.7 m2
Raðhús
413
698 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin