Fasteignaleitin

Enn mikil eftirspurn á íbúðamarkaði

26 janúar 2022
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Á árinu 2021 hækkuðu sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 18% verð á landsbyggðinni um 16,5% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 15%.
Frá miðju ári 2020 hækkuðu sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hvað hraðast í verði. Ætla má að helsta ástæða þess hafi verið útbreidd heimavinna í faraldrinum og vilji og geta fólks til að stækka við sig af þeim sökum. Íbúðaverð á landsbyggðinni og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu tók svo að hækka hraðar þegar líða tók á síðasta ár og er því munurinn á íbúðaverði á milli mismunandi tegundar húsnæðis og staðsetningar orðinn minni.
Umsvif á íbúðamarkaði voru með mesta móti á nýliðnu ári en síðustu mánuði hefur þó tekið að hægja á bæði veltu og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Ástæða þess er líklega sú að lítið er um framboð á markaði og benda ýmsir aðrir mælikvarðar til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Sölutími íbúða er mjög stuttur og enn eru margar íbúðir að seljast yfir ásettu verði.
Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Við spáum því að íbúðaverð hækki að nafnvirði um tæp 8% á þessu ári, 3,5% árið 2023 og 2,9% árið 2024 en þá hefur jafnvægi myndast á íbúðamarkaði.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Laugavegur 96
3D Sýn
Skoða eignina Laugavegur 96
Laugavegur 96
101 Reykjavík
145.9 m2
Fjölbýlishús
212
753 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Nestún 10
Bílskúr
Skoða eignina Nestún 10
Nestún 10
850 Hella
155.9 m2
Einbýlishús
514
416 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Brekkuhvarf 24
Bílskúr
Skoða eignina Brekkuhvarf 24
Brekkuhvarf 24
203 Kópavogur
247.6 m2
Einbýlishús
424
747 þ.kr./m2
185.000.000 kr.
Skoða eignina Miðleiti 4
Bílskúr
Skoða eignina Miðleiti 4
Miðleiti 4
103 Reykjavík
149.2 m2
Fjölbýlishús
413
582 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin